fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Sorg í Vestmannaeyjum – Fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og skólastjóri bráðkvaddur á Heimakletti

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem hneig meðvitundarlaus niður á Heimakletti í Vestmannaeyjum í gær hét Sigurlás Þorleifsson. Hann komst aldrei til meðvitundar. Sigurlás var fyrrum knattspyrnuhetja í Eyjum og starfaði við góðan orðstír sem skólastjóri í Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar er nú flaggað í hálfa stöng og er hans minnst með hlýjum orðum á Facebook-síðu skólans. Sigurlás skilur eftir sig eiginkonu og fimm börn.

Sigurlás hafði verið á göngu með vinum sínum þegar hann hneig niður, endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Sigurlás var 60 ára gamall en hann átti glæstan feril sem knattspyrnumaður og þjálfari. Hann lék tíu landsleiki fyrir hönd Íslands en hann klæddist á ferli sínum búningum Víkings og ÍBV.

Þá var Sigurlás þjálfari ÍBV um tíma í meistaraflokki auk þess að þjálfa yngri flokka félagsins. Hefur hann átt stóran þátt í uppgangi félagsins. Á Facebook-síðu Grunnskólans í Vestmannaeyjum er greint frá andláti Sigurlásar. Þar minnast margir Eyjamenn Sigurlásar með hlýjum orðum en ljóst er að merkur maður er fallinn frá. Er Sigurlási lýst sem yndislegum, heiðarlegum og duglegum  manni sem hafði mikil áhrif á sitt bæjarfélag til góðs. Í tilkynningu frá Grunnskóla Vestmannaeyja segir orðrétt:

Í gær fengum við þær sorgarfregnir að Sigurlás Þorleifsson skólastjóri hefði fallið frá. Sigurlás var skólastjóri við GRV í fimm ár en hefur starfað við skólann í fjöldamörg ár, bæði sem kennari og aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla, þetta er því mikill missir fyrir starfsfólk og nemendur.

Umsjónarkennarar tóku á móti nemendum sínum í morgun og færðu þeim fregnirnar og áttu rólega stund í sínum bekk. Skólastarf mun vera með eðlilegum hætti í dag fram að hádegi, en skóla mun ljúka kl. 13:00 í dag, miðvikudaginn 25. apríl..

Hugur okkar er núna hjá fjölskyldu Sigurlásar.
Með vinsemd,
stjórnendur GRV

Þá birtir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ljóð til minningar um Sigurlás sem hljóðar svo:

Fótmál dauðans fljótt er stigið
fram að myrkrum grafarreit,
mitt er hold til moldar hnigið
máske fyrr en af ég veit.
Heilsa, máttur, fegurð, fjör
flýgur burt sem elding snör.
Hvað er lífið? Logi veikur,
lítil bóla, hverfull reykur.

Margur einn í aldurs blóma
undi sæll við glaðan hag,
brátt þá fregnin heyrðist hljóma:
Heill í gær, en nár í dag.
Ó, hve getur undraskjótt
yfir skyggt hin dimma nótt!
Fyrir dyrum dauðans voða
daglega þér ber að skoða.
(Björn Halldórsson í Laufási)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland