fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025

Viðskipti

Sigurður hættir sem stjórnarformaður Icelandair Group

Sigurður hættir sem stjórnarformaður Icelandair Group

Eyjan
27.02.2017

Sigurður Helgason stjórnarformaður Icelandair Group sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundi flugfélagsins 3. mars næstkomandi. Hann staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í dag, en Sigurður hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2009. Þar áður var hann forstjóri Icelandair Group en hann hefur starfað þar í 43 ár. Hann segir síðustu tvö ár hafa verið þau Lesa meira

Gera alvarlegar athugasemdir við starfsemi Borgunar

Gera alvarlegar athugasemdir við starfsemi Borgunar

Eyjan
24.02.2017

Fjár­mála­eft­ir­litið gerir athuga­semdir við verk­lag og eft­ir­lit vegna við­skipta við nokkra af við­skipta­vinum Borg­unar hf. á erlendum mörk­uð­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Borg­un. Meg­in­mark­mið athug­unar FME var að kanna hvort lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka væri fylgt, var þá kannað verk­lag Borgunar við áreið­an­leikakann­anir á við­skipta­mönn­um, reglu­bundið eft­ir­lit, til­kynn­inga­skyldu og Lesa meira

Skattar hækka þrisvar sinnum oftar en þeir lækka

Skattar hækka þrisvar sinnum oftar en þeir lækka

Eyjan
23.02.2017

Skattar hafa verið lækkaðir 61 sinni en hækkaðir 179 sinnum á síðustu tíu árum. Þetta þýðir að fyrir hverja skattalækkun stjórnvalda á árunum 2007 til 2017 hafa skattar hækkað þrisvar sinnum oftar en þeir hafa verið lækkaðir. Þetta kemur fram í yfirliti Viðskiptaráðs Íslands. Sem dæmi um vörur sem hafa hækkað mikið vegna skattabreytinga síðustu Lesa meira

Már: Sögulegur árangur í stjórn peningamála – Mikill hagvöxtur í ár

Már: Sögulegur árangur í stjórn peningamála – Mikill hagvöxtur í ár

Eyjan
22.02.2017

„Spurningin um vaxtastigið tengist einni af helstu áskorunum peningastefnunnar um þessar mundir. Hún er sú að vextir erlendis eru í sögulegu lágmarki á sama tíma og vaxandi spennu gætir í innlendum þjóðarbúskap. Þetta gerir það erfiðara en ella að halda uppi því vaxtastigi hér á landi sem þarf til að ná jafnvægi á milli eftirspurnar Lesa meira

Vogunarsjóðir eignast helming í Arion-banka með liðsinni íslenskra lífeyrissjóða

Vogunarsjóðir eignast helming í Arion-banka með liðsinni íslenskra lífeyrissjóða

Eyjan
22.02.2017

Einkavæðingin í bankakerfinu er komin á fulla ferð. Meðal Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra undirbýr breytta eigendastefnu til að selja hlut ríkisins í fjármálastofnunum vinnur slitastjórn Kaupþings nú að því að ganga frá sölu á allt að 50 prósenta hlut félagsins í Arion banka í lokuðu útboði til bandarískra fjárfestingasjóða og hóps íslenskra lífeyrissjóða. Kaupverðið mun nema Lesa meira

Benedikt: Það liggur ekkert á að selja bankana

Benedikt: Það liggur ekkert á að selja bankana

Eyjan
21.02.2017

Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála­ráð­herra og formaður Viðreisnar segir enga ástæðu til að flýta sölu á bönk­un­um og það sé í góðu lagi ef sölu­ferli rík­is­ins taki tíu ár. Í pistli sem ráðherra ritar á vefsíðu Viðreisnar segir Benedikt að hann geti vel ímyndað sér að 13% hlutur ríkisins í Arion Banka verði seldur fyrst en vanda Lesa meira

Ráðast þarf að rótum vandans – Ekki krónunni

Ráðast þarf að rótum vandans – Ekki krónunni

Eyjan
21.02.2017

Vinna verður gegn háum raunvöxtum á Íslandi en ekki íslensku krónunni ef eyða á ójafnvæginu sem skapast með reglulegu millibili á Íslandi og leiðir til efnahagsáfalla. Endurskoðun peningastefnu Seðlabankans þarf að taka tillit til þess ef hún á að verða trúverðug. Þetta ssgir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri hjá Kviku banka og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps um losun Lesa meira

Hluthafar í Borgun fái 4,7 milljarða í arð

Hluthafar í Borgun fái 4,7 milljarða í arð

Eyjan
16.02.2017

Lagt verður til að hlut­hafar í Borgun fái greiddan allt að 4,7 millj­­arða króna arð á stjórnarfundi félagsins á morgun. Sam­kvæmt heim­ildum Morg­un­­blaðs­ins er búið að kynna helstu hlut­höf­um til­­lög­una og þeir hafa ekki mótmælt, verður gengið út frá því að tillagan verði samþykkt einróma þar sem hagnaður Borgunar var nærri 8 milljarðar króna í Lesa meira

Icelandair Group  gefur út skuldabréf fyrir tæpa 4,5 milljarða króna

Icelandair Group  gefur út skuldabréf fyrir tæpa 4,5 milljarða króna

Eyjan
15.02.2017

Í ljósi hagstæðra kjara hefur Icelandair Group selt óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 40 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 4,5 milljörðum króna, til fjárfesta. Um er að ræða framhaldsútgáfu í tengslum við skuldabréf sem félagið gaf út í október þegar félagið seldi skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir bandaríkjadala. Í skilmálum skuldabréfaflokksins er gert ráð fyrir Lesa meira

Flutningskerfi raforku komið að þolmörkum: Orkuöryggi ekki tryggt á næsta ári

Flutningskerfi raforku komið að þolmörkum: Orkuöryggi ekki tryggt á næsta ári

Eyjan
15.02.2017

Raforkuflutningskerfið er komið að þolmörkum og á næsta ári er mögulegt að orkuöryggi sé ekki tryggt. Staðan er einfaldlega sú að eftirspurn eftir raforku er umfram framboð. Til greina kemur að leita að staðbundnum lausnum og kanna hvaða smærri virkjanakostir koma til greina bæði í vatnsafli og jarðvarma. Þetta kom fram á málstofu Orkustofnunar, í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af