fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Vestmannaeyjabær

Stefnir í samdrátt í Vestmannaeyjum vegna gjaldtöku á skemmtiferðaskip

Stefnir í samdrátt í Vestmannaeyjum vegna gjaldtöku á skemmtiferðaskip

Fréttir
01.10.2025

Fram kemur í yfirlýsingum og gögnum frá Vestmannaeyjabæ að vegna aukinnar gjaldtöku ríkisins á skemmtiferðaskip hafi bókuðum komum slíkra skipa til bæjarins fækkað. Segja Eyjamenn að þetta muni hafa í för með sér töluverðan samdrátt í tekjum hafnarinnar og tekjum ferðaþjónustunnar í bænum. Sá samdráttur mun þó að öllum líkindum ekki raungerast fyrr en árið Lesa meira

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins

Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins

Fréttir
25.09.2025

Yfirskattanefnd hefur staðfest synjun ríkisskattstjóra á beiðni Vestmannaeyjabæjar um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerðar á neysluvatnslögn bæjarins eftir að miklar skemmdir urðu á henni. Vísa skattayfirvöld til þess að viðgerð af þessu tagi flokkist ekki undir björgunarstörf vegna náttúruhamfara og almannavarna. Í nóvember 2023 varð tjón á neysluvatnslögn Eyjamanna þegar akkeri fiskiskipsins Hugins VE festist Lesa meira

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð

Fréttir
30.08.2025

Í maí á næsta ári verða sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Íbúar Vestmannaeyja munu samhliða því væntanlega fá tækifæri til segja hug sinn í íbúakosningu um hvort heimila skuli byggð á svæði í bænum sem samkvæmt aðalskipulagi er skilgreint sem þróunarsvæði. Raunin er hins vegar sú að svæðið er inni á hluta hraunsins sem rann í Heimaeyjargosinu Lesa meira

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Fréttir
15.05.2025

Undir lok síðasta mánaðar var undirritaður samningur milli ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um framlag þess fyrrnefnda til listaverks sem stendur til að koma fyrir á fjallinu Eldfelli á Heimaey til að minnast loka eldgossins 1973. Sams konar samningur var gerður á síðasta ári en framlag ríkisins í nýja samningnum er 10 milljónum króna hærra en í Lesa meira

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Fréttir
07.05.2025

Listaverk eftir myndlistarmanninn Ólaf Elíasson sem staðið hefur til að reisa á Eldfelli í Vestmannaeyjum, til að minnast loka eldgossin í Heimaey 1973, mun kosta bæinn og ríkissjóð samtals um 200 milljónir króna. Þar af fær fyrirtæki listamannsins um 88 milljónir sem verða þó greiddar í evrum. Verkið hefur verið umdeilt meðal Eyjamanna og kynningarfundur Lesa meira

Virðist ekki fá nóg af því að senda Vestmannaeyjabæ fyrirspurnir

Virðist ekki fá nóg af því að senda Vestmannaeyjabæ fyrirspurnir

Fréttir
07.03.2025

Ónefndur einstaklingur virðist mjög áhugasamur um starfsemi Vestmannaeyjabæjar og fyrirtækja í eigu bæjarins. Sendi viðkomandi sveitarfélaginu 219 formlegar fyrirspurnir á síðasta ári. Greint er frá þessu í fundargerð síðasta fundar bæjarráðs Vestmannaeyja en í fundargerðinni segir að fjöldi formlegra fyrirspurna á grundvelli upplýsingalaga til Vestmannaeyjabæjar, er varði hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félaga í eigu Lesa meira

Harðar deilur um listaverk sem komið verður fyrir á fjalli í Vestmannaeyjum

Harðar deilur um listaverk sem komið verður fyrir á fjalli í Vestmannaeyjum

Fréttir
24.01.2025

Harðar deilur hafa geisað í bæjarstjórn Vestmannaeyja að undanförnu um listaverk Ólafs Elíassonar myndlistarmanns sem til stendur að reisa á fjallinu Eldfelli á Heimaey, til að minnast loka eldgossins á eynni 1973. Eins og mörg eflaust vita myndaðist Eldfell í því gosi. Minnihluti bæjarstjórnar hefur mótmælt áformunum harðlega og vísað einna helst til kostnaðar, umhverfisáhrifa Lesa meira

Ráðuneyti veitti Eyjamönnum rangar upplýsingar

Ráðuneyti veitti Eyjamönnum rangar upplýsingar

Fréttir
16.12.2024

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði um miðja síðustu viku og meðal umræðuefna var bréf frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál en samkvæmt því getur bærinn ekki kært synjun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins á upplýsingabeiðni hans til nefndarinnar eins og ráðuneytið hafði haldið fram. Segir bæjarráð þetta vera sérstakt. Málið varðar þá ákvörðun ráðuneytisins í október síðastliðnum að synja beiðni Lesa meira

Eyjamenn sátu ekki þegjandi undir áminningu

Eyjamenn sátu ekki þegjandi undir áminningu

Fréttir
07.11.2024

Bæjarráð Vestmannaeyja lýsti á fundi ráðsins í gær yfir mikilli óánægju með bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til bæjarins. Í bréfinu var gerð athugasemd við hlutfall skulda bæjarsjóðs af tekjum og því beint til bæjarstjórnar að grípa til aðgerða. Bæjarráð segir ekkert tillit hafa verið tekið til þess í bréfinu að fyrst og fremst sé Lesa meira

Ráðuneyti neitar Vestmannaeyjabæ um aðgang að gögnum

Ráðuneyti neitar Vestmannaeyjabæ um aðgang að gögnum

Fréttir
18.10.2024

Fyrr í vikunni var haldinn fundur í bæjarráði Vestmannaeyja. Þar var tekið fyrir bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu en þar er Vestmannaeyjabæ neitað um aðgang að gögnum sem lágu meðal annars til grundvallar því að ráðuneytið samþykkti hækkun gjaldskrár HS Veitna á heitu vatni í bænum. Bæjarráð ætlar ekki að sætta sig við þetta Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af