Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFyrir 6 klukkutímum
Í breyttum lánaskilmálum Landsbankans, sem kynntir voru í síðustu viku í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svonefnda felst að mjög verulega er dregið úr vægi verðtryggingar og hún eingöngu í boði fyrir fyrstu kaupendur. Þau lán verða að hámarki til 20 ára sem aftur hefur í för með sér að greiðslubyrði eykst svo um munar. Lesa meira
