Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
FréttirKonu frá Nígeríu hefur verið synjað um dvalarleyfi á Íslandi sem námsmaður. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest synjun Útlendingastofnunar, þessa efnis. Var meginástæðan háar millifærslur út af og inn á bankareikning konunnar en þær skýringar hennar að hún hefði verið að lána bróður sínum peninga voru ekki teknar trúanlegar. Útlendingastofnun synjaði umsókn konunnar í september á Lesa meira
Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
FréttirUmboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun sinni á kvörtun ónefnds einstaklings yfir því að hafa ekki fengið svör frá Útlendingastofnun við umsókn um íslenskan ríkisborgararétt sem lögð var fram í september 2023. Segir í bréfi umboðsmanns til viðkomandi að þar sem tafirnar séu af orsökum sem séu ekki bundnar eingöngu við hans mál verði ekki farið Lesa meira
Segja Útlendingastofnun ljúga
FréttirSamtökin No Borders saka Útlendingastofnun um lygar í máli fimm manna fjölskyldu frá Dagestan í Rússlandi sem vísað var úr landi til Króatíu. Yfirlýsing stofnunarinnar sé ekki sannleikanum samkvæm og það sé ekki rétt að ekkert bendi til að fjölskyldan sæti ómannúðlegri meðferð í Króatíu. Samtökin vísa þeirri fullyrðingu til stuðnings í upplýsingar frá fjölmiðlum Lesa meira
Víetnami fær ekki stöðu þolanda mansals – Blekktur og látinn vinna launalaust
FréttirÓnefndur einstaklingur frá Víetnam, sem ekki kemur fram af hvaða kyni er, fær ekki dvalarleyfi hér á landi sem þolandi mansals en kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þessa niðurstöðu Útlendingastofnunar. Víetnaminn vann í heilsulind og segist hafa verið blekktur til að koma hingað til lands. Segist hann einnig hafa unnið launalaust megnið af þeim tíma sem Lesa meira
Orðið á götunni: Furðulegt háttalag ríkisforstjóra um nótt
EyjanTölvupóstsamskipti Víðis Reynissonar, formanns allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um mál Oscars Anders Florez Bocanegra hafa farið beina leið til fjölmiðla og hefur forstjórinn m.a. rætt við ýmsa fjölmiðla um þau samskipti. Orðið á götunni er að það hljóti að teljast mjög sérstakt að forstjóri ríkisstofnunar telji sér sæmandi að deila Lesa meira
Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur
FréttirBrynjólfur Sveinn Ívarsson, lögfræðingur og talsmaður manns sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi, telur að Útlendingastofnun hafi brotið lög í meðferð á máli mannsins, sem og líklega í málum fjölmargra annarra umsækjenda um alþjóðlega vernd. Brotið felst í því að taka viðtöl við umsækjendur án þess að lögboðnir talsmenn þeirra séu viðstaddir til Lesa meira
Albani sem grunaður var um fíkniefnasölu rekinn úr landi – Gekk í málamyndahjónaband til að fá að dvalarleyfi
FréttirKærunefnd útlendingamála hefur staðfest synjun Útlendingastofnunar á umsókn albansks karlmanns um dvalarskírteini fyrir aðstandanda EES- eða EFTA borgara en hann gekk í hjónaband með konu frá ónefndu ríki sem á aðild að EES-samningnum. Var umsókninni hafnað einkum á þeim grundvelli að um málamyndahjónaband væri að ræða en á meðan dvöl mannsins hér á landi stóð Lesa meira
Kínverji fékk ekki að koma til Íslands – Sagði endurfundi fyrirhugaða
FréttirKínverskum ríkisborgara var synjað af Útlendingastofnun um vegabréfsáritun til Íslands á þeim grunndvelli að viðkomandi hefði ekki fært nægileg rök fyrir tilgangi ferðarinnar. Um er að ræða karlmann sem sætti sig ekki við synjunina og kærði hana til kærunefndar útlendingamála. Sagðist maðurinn hafa ætlað sér að hitta konu sína, sem býr í Bandaríkjunum, á ný Lesa meira
Útlendingastofnun biðst afsökunar: Sökuðu Íslandsvin um lögbrot sem hann hafði ekki framið
FréttirÍ ákvörðun sinni um brottvísun skosks-norsks manns frá landinu, Brian McMenemy, staðhæfði Útlendingastofnun að samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefði maðurinn gerst sekur um að aka bíl án réttinda og framvísa fölsuðu ökuskírteini. Brian þessi hefur í viðtali við DV þvertekið fyrir það að hafa framið þetta lögbrot og segist hafa verið staddur úti á sjó Lesa meira
Íslandsvini úthýst af Schengen-svæðinu vegna lögreglusektar – „Þau vilja gera mig atvinnulausan og heimilislausan“
FréttirManni sem hefur starfað á Íslandi reglubundið í 20 ár og hefur sterk tengsl við íslenskt samfélag hefur verið vísað frá landinu og bannað að koma hingað aftur í tvö ár. Það sem meira er, maðurinn hefur verið settur í fimm ára komubann til landa Schengen-svæðisins. Allt virðist þetta stafa af þeirri ákvörðun mannsins að Lesa meira
