Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
FréttirBjörn Bjarnason fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins kemur flokkssystur sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þingmanni og fyrrum ráðherra, hressilega til varnar í tveimur pistlum sem hann birti á heimasíðu sinni um helgina. Segir Björn óvini Þórdísar Kolbrúnar sem gagnrýni hana fyrir stuðning við Úkraínu haldna þrælslund gagnvart Rússum. Þórdís Kolbrún sýndi Úkraínu eindreginn stuðning þegar Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa
EyjanFastir pennarÞótt vissulega séu það vonbrigði þarf enginn að furða sig á því að Evrópusambandið skuli nú hafa gripið til verndaraðgerða fyrir kísiljárniðnað sinn, án þess að undanskilja Ísland og Noreg, sem þó eru inni á innri markaði ESB. Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi hefur gerbreyst á nokkrum mánuðum í kjölfar seinni embættistöku Donalds Trumps í Bandaríkjunum. Á mettíma Lesa meira
Fá aðeins að sjá tvo tölvupósta um meintar ógnir og áreitni Rússa í garð starfsfólks sendiráðs Íslands í Moskvu
FréttirÚrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest að mestu leyti synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni Útvarps Sögu um aðgang að gögnum um ógnir og áreitni af hálfu rússneskra stjórnvalda í garð starfsfólks sendiráðs Íslands í Rússlandi, sem fullyrt var að hefði átt stóran þátt í því að sendiráðinu var lokað. Nefndin hefur hins vegar lagt það fyrir ráðuneytið Lesa meira
Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
EyjanFyrirsjáanlegt var að stjórnarandstaðan myndi finna fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur allt til foráttu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sýndu í vor og sumar hressilega á spil sín með Íslandsmeti í málþófi og fleiri miður gáfulegum uppákomum en óneitanlega kemur nokkuð á óvart að formaður og reynslumesti þingmaður Sjálfstæðisflokksins skuli leyfa sér að halda því fram að í Lesa meira
Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?
EyjanStöðugt kemur betur í ljós að Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og helsti „leiðtogi“ stjórnarandstöðunnar, ræður engan veginn við verkefni sitt. Hún hefur þingflokk Sjálfstæðisflokksins ekki einu sinni á bak við sig. Hún vildi skipta þar um formann enda má öllum vera ljóst að Hildur Sverrisdóttir er afleitur formaður þingflokks sem fælir kjósendur frá flokknum í Lesa meira
Orðið á götunni: Pólitískt gjaldþrot stjórnarandstöðunnar – Miðflokkur tortímir sér – Sjálfstæðisflokkur í djúpum dal
EyjanSennilega hefur risið á stjórnarandstöðu á Alþingi Íslendinga sjaldan verið lægra en um þessar mundir. Miðflokkurinn hefur skorið sig úr varðandi umfjöllun um Bókun 35 sem snýr að því að fullgilda loksins EES samning þjóðarinnar. Miðflokkurinn reynir að halda því fram að verið sé að afsala fullveldi þjóðarinnar og nánast sé verið að fremja landráð. Lesa meira
Þórdís Kolbrún tætir kæruna á hendur Þorgerði Katrínu í sig – „Þetta er aumkunarvert uppátæki“
FréttirÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fyrrum utanríkisráðherra gagnrýnir harðlega kæru samtakanna Þjóðfrelsi á hendur Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur núverandi utanríkisráðherra fyrir landráð, vegna innleiðingar á svokallaðri bókun 35 sem er til umræðu á Alþingi. Segir Þórdís Kolbrún kæruna aumkunarverða og birtingarmynd pólitískra öfga. Fyrir Þjóðfrelsi fer Arnar Þór Jónsson lögmaður og fyrrum forsetaframbjóðandi en meðal annarra sem Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
EyjanFastir pennar„Við fyllum öll líf okkar allt of mikið með alls konar áhyggjum út af veröldinni en veitum því ekki eftirtekt hversu ágætlega hún getur komist af án okkar.“ Þetta segir í 105 ára gömlu bréfi, sem Tómas Guðmundsson skáld skrifaði systur sinni ungur að árum. Það átti að vísu eftir að koma á daginn að Lesa meira
Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
EyjanÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum utanríkisráðherra lýsir í pistli á heimasíðu sinni yfir töluverðum áhyggjum af framtíð lýðræðisins á Vesturlöndum. Segir Þórdís Kolbrún að helsta ógnin við lýðræðið sé að vitsmunalegri heilsu fólks fari hrakandi. Lestrargetu fari minnkandi sem og geta til að leysa úr viðfangsefnum sem krefjast rökhugsunar. Hætti fólk að Lesa meira
Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
EyjanGuðrún Hafsteinsdóttir gerði rétt í því að skipta um framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Ekki svo að skilja að sá sem vék hafi verið neitt slæmur en hann hefur verið náinn samstarfsmaður fyrrum formanns og því brýnt að skipta um og velja trúnaðarmann núverandi formanns eins og Guðrún gerði í síðustu viku. Þetta er því miður það eina Lesa meira
