Stal 3.000 mannabeinum úr kirkjugarði
PressanÞegar 53 ára Þjóðverji missti móður sína byrjaði hann að fara reglulega í kirkjugarðinn í Bad Soden. Svo virðist sem einmanaleiki hafi orðið honum einhverskonar hvatning eða ástæða til að opna grafir og stela mannabeinum og duftkerum. Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að þessi undarlega hegðun mannsins hafi byrjað 2017. Hann sótti síðan um starf sem Lesa meira
Sögulegar bækur að verðmæti 440 milljóna fundust niðurgrafnar í Rúmeníu
PressanNýlega fannst safn 200 merkra og mjög verðmætra bóka niðurgrafið í Rúmeníu. Bókunum var stolið í Feltham í Lundúnum í janúar 2017. Um þaulskipulagðan og vel útfærðan þjófnað var að ræða úr vöruhúsi sem póstsendingar fara um. Bækurnar voru á leið á uppboð í Las Vegas. Þjófarnir skáru göt á þak vöruhússins og létu sig síga niður Lesa meira
Heimilislaus maður notfærði sér heimsfaraldurinn og lifði í lúxus
PressanHeimsfaraldurinn hefur farið illa með marga, þar á meðal í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn virðist nánast vera stjórnlaus víða. En hinn heimilislausi Daniel Albert Neja, 39 ára, hafði það óvenjulega gott í júlí. Þá braust hann inn á Al Lang Stadium í St. Petersburg í Flórída. Þetta er leikvangur Tampa Bay Rowdies fótboltaliðsins. Leikvangurinn tekur 7.200 gesti. En knattspyrnan hefur verið í hléi Lesa meira
Lögreglan leitar að djörfum kryddþjófum
PressanLundúnalögreglan leitar nú að tveimur djörfum kryddþjófum sem brutust inn í vöruhús í Lundúnum og stálu dýru kryddi. Um er að ræða safran sem er mjög dýrt en kílóverðið á því er hærra en kílóverðið á gulli. Þetta vissu þjófarnir greinilega en þeir brutust nýlega inn í vöruhús í austurhluta Lundúna og stálu tíu kílóum Lesa meira
Lára leitar upplýsinga – Fermingargjöf sonarins ekki bætt eftir þjófnað
FréttirLára Ómarsdóttir fréttamaður á RÚV óskar eftir ábendingum um hvar vespa sonar hennar er niðurkomin eða eftir annarri sömu tegundar til kaups. Óprúttnir aðilar gerðu sér lítið fyrir og stálu vespu og hjálmi sonarins úr læstri geymslu, en bæði hafði sonurinn keypt sjálfur fyrir fermingarpeningana sína. Tryggingar bæta tjónið aðeins að hluta, þar sem ekki Lesa meira
Blásýru stolið í Noregi – Dugir til að drepa 125 manns
PressanÁ miðvikudag í síðustu viku var sendiferðabíl stolið í Lørenskog í Noregi. Það er eitt og sér ekki í frásögur færandi en það sem gerir málið frásagnarvert er að í bílnum voru 25 grömm af blásýru. Blásýra er baneitruð og dugir þetta magn til að drepa 125 manns. Efnið átti að fara til Oslóarháskóla þar Lesa meira
Ökumaður peningaflutningabíls hvarf í 35 klukkstundir – Nú er hann fundinn en það vantar helming peninganna
PressanÁ mánudaginn gengu tveir öryggisverðir, sem sinna peningflutningum, út úr banka í Aubervilliers í úthverfi Parísar. Þeir höfðu skilað háum fjárhæðum af sér inni í bankanum og nú var kominn tími til að fara á næsta áfangastað. En það var eitt vandamál sem við var að etja. Bílstjórinn þeirra var horfinn og peningaflutningabíllinn með. BBC Lesa meira
Bankastarfsmaður fann glufu í kerfinu og stal milljónum
PressanStarfsmaður í tölvudeild kínverska Huazia bankans uppgötvaði fyrir rúmlega tveimur árum glufu í öryggiskerfi bankans og nýtti sér hana til að verða sér úti um sem svarar til um 125 milljóna íslenskra króna. Maðurinn var yfirmaður öryggismála í tölvudeildinni og því í góðri aðstöðu til að nýta sér glufuna í kerfinu. Hann uppgötvaði að það Lesa meira
Dularfulla skiltamálið – Hver stelur skiltunum? Af hverju voru þau send aftur til bæjarins?
PressanUndanfarin sex ár hefur fjölda skilta verið stolið í Esbjerg á Jótlandi í Danmörku. En það eru ekki öll skilti sem heilla þjófinn/þjófana því það eru græn málmskilti með nöfnum almenningsgarða sem hverfa á dularfullan hátt. Byrjað var að setja slík skilti upp við almenningsgarða og opin svæði í bænum fyrir sex árum. Fljótlega byrjuðu Lesa meira
Svikahrappar stálu 40 milljónum – Komust inn í samskipti Arctic Trucks við viðskiptavin
FréttirSvikahrappar stálu tæplega 40 milljónum króna af viðskiptavini Arctic Trucks nýlega. Þeir komust inn í samskipti Arctic Trucks og viðskiptavinarins og blekktu hann til að leggja upphæðina inn á eigin reikning í stað reiknings Arctic Trucks. Greiðslan var fyrir ferð fyrir tvo á Suðurpólinn með Arctic Trucks. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er Lesa meira
