Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
FréttirSveitarfélagið Skagafjörður hefur gert athugasemdir við áform Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að leggja fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar. Óttast Skagfirðingar meðal annars að stytting hámarkslengdar bótatímabils verði til þess að aukinn kostnaður muni lenda á sveitarfélögunum, þar með talið þeirra. En einnig er flutningur þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar frá Sauðárkróki Lesa meira
Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
FréttirTil stendur í lok ársins að hætta endanlega notkun 2G og 3G farsímakerfisins og er ætlunin að 4G og 5G taki alfarið við. Það þýðir að farsímar sem styðja aðeins 2G og 3G munu ekki virka lengur. Í ályktun landbúnaðar- og innviðanefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar, á fundi nefndarinnar í gær, er lýst yfir verulegum áhyggjum af Lesa meira
Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
FréttirMaður á níræðisaldri sem skráður er með lögheimili í Skagafirði hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir ölvun við akstur. Upphaflega tókst að birta manninum ákæruna í málinu en síðan þá hefur hins vegar ekkert gengið að ná sambandi við manninn sem er sagður dvelja langdvölum erlendis og því var dómurinn kveðinn upp að Lesa meira
Óeining í Skagafirði um framtíð Héraðsvatna
FréttirDeilt var á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar síðasta þriðjudag um hvort virkja eigi í Héraðsvötnum eða ekki. Tilefnið var að Alþingi óskaði eftir umsögn um þingsályktunartillögu til breytingar á þingsláyktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur lagt tillöguna fram en í henni kemur fram að fyrirhugaðar Lesa meira
Skagafjörður í mál við „týnd félög“ vegna félagsheimilis
FréttirFyrir helgi var í Lögbirtingablaðinu birt stefna sveitarfélagsins Skagafjarðar á hendur ýmsum félögum. Er markmiðið að 100 prósent eignarréttur sveitarfélagsins yfir fasteigninni Skólagötu á Hofsósi verði staðfestur. Krefst sveitarfélagið þess að öll réttindi félaganna sem snúa að eigninni verði felld niður. Kemur fram í stefnunni að flest félaganna séu ekki skráð hjá hinu opinbera og Lesa meira
Skagfirðingar skora á Hönnu Katrínu
FréttirByggðarráð sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur skorað á Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra að draga til baka frumvarp sem hún hefur lagt fram á Alþingi. Snýst frumvarpið um að taka til baka breytingar á búvörulögum sem gerðar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. Samkvæmt breytingunum var sláturhúsum og kjötafurðastöðvum veitt heimild til samruna og samstarfs og voru með því Lesa meira
Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
FréttirVegagerðin er með í vinnslu breytingar á leiðakerfi Landsbyggðarstrætó en allar almenningssamgöngur utan höfuðborgarsvæðisins eru á verksviði stofnunarinnar. Hefur Vegagerðin undanfarið verið að kynna hugmyndir sínar að breytingum á kerfinu fyrir sveitarstjórnum á landsbyggðinni og öðrum aðilum sem málið varðar. Byggðaráð sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir mikilli ónægju með kynningu Vegagerðarinnar og segir stefna í að Lesa meira
Harma áfrýjun Skagafjarðar gegn tónlistarkennurunum þremur – „Afskaplega sorgleg mannauðsstefna“
FréttirByggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt að áfrýja dómi þar sem sveitarfélagið var fundið sekt um að brjóta á tónlistarkennurum. Fulltrúar minnihlutans segja þetta sorglega mannauðsstefnu og frekar ætti sveitarfélagið að biðja tónlistarskólakennarana afsökunar á brotunum. Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða þremur tónlistarskólakennurum bætur vegna vangoldinna launa á þeim tíma sem þeir keyrðu til Lesa meira
Komu að tveimur refum éta lamb lifandi – „Hinn er enn þá laus“
FréttirBændur á bænum Flatatungu í Skagafirði komu að tveimur refum að gæða sér á lambi þeirra á þriðjudag. Var það óskemmtileg sjón. Refaskytta var fengin til að sitja fyrir dýrbítunum og hefur hún náð öðrum þeirra. Staðarmiðillinn Feykir greindi fyrst frá málinu. „Það var brjálað veður, vonskuhríð. Lambið var dautt þegar ég kom að en Lesa meira
Kindur herja á Sauðárkrók – „Þetta kemur að norðanverðu“
FréttirSauðárkrókur er ekki fjárheldur að norðanverðu og reglulega kemur það fyrir að kindur valsa inn í bæinn. Hafa þær meðal annars étið sumarblóm og úr görðum við hús bæjarbúa. Bærinn bendir á Vegagerðina og öfugt. „Bærinn er ekki fjárheldur að norðanverðu því þar er ekki ristarhlið,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. „Við erum búin Lesa meira