Útlánablekkingin
EyjanÓlafur Margeirsson hagfræðingur skrifar stórmerkilega grein hér á Eyjuna undir heitinu Let them eat credit. Ólafur fjallar um þá aðferð sem var notuð í Bandaríkjunum eftir að ójöfnuður fór að aukast á nýjan leik að auðvelda aðgengi almennings að lánsfé. Með þessu gat peningalítið fólk – fólk sem átti kannski ekki nema fyrir næstu mánaðargreiðslu Lesa meira
Útbreiddar óvinsældir ríkisstjórna
EyjanTíminn eftir að efnahagskreppan 2008 reið yfir er ekki sérlega þægilegur til að sitja í ríkisstjórn. Stjórnmálamenn komast til valda með miklum fyrirheitum, þeim reynist ómögulegt að standa við þau, fljótlega verða þeir og flokkar þeirra afar óvinsælir. Þetta var það sem geriðist á Íslandi með ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. En þetta hefur líka gerst í Lesa meira
Mjög álitleg stjórn
EyjanEinhvern veginn kemur ekki á óvart að til hávaðarifrildis hafi komið á Alþingi vegna nýrrar stjórnar Ríkisútvarpsins. Málið virðist þó hafa fengið farsæla lausn, það er einstaklega gott mannval sem situr í stjórninni. Maður hefur vart séð álitlegri hóp menningarfólks. Þrátt fyrir breytingun á skipan stjórnarinnar virðist engum hafa dottið í hug að setja flokksdindla Lesa meira
Andri: Böl 40 ára lána
EyjanAndri Geir Arinbjarnarson er einn skarpasti greinandi íslenskra efnahagsmála, hann er nánast eins og sjálfstæð greiningardeild, engum háður. Það hefur hann sýnt margsinnis, meðal annars í umfjöllun sinni um Orkuveituna. Þar gekk allt eftir sem Andri sagði, en á sínum tíma hlaut hann litla þökk fyrir. Undanfarið hefur Andri skrifað mikið um Íbúðalánasjóð og íslenska Lesa meira
Ekki mikill spenningur
EyjanÞað eru komnar 35 þúsund undirskriftir. Þær yrðu ábyggilega fleiri ef almennilegur kraftur væri settur í söfnunina. 70 prósent þjóðarinnar segjast vera á móti lækkun veiðigjalda – sem voru lækkuð enn meira í þinginu í dag. Þetta hlýtur að teljast gjá milli þings og þjóðar. En eru landsmenn spenntir yfir því hvort Ólafur Ragnar neitar Lesa meira
Spillingin kringum Íbúðalánasjóð – og lausnin á vanda hans
EyjanÍbúðalánasjóðshneykslið er mjög óþægileg fyrir ríkisstjórnina. Ekki einungis hafa þarna verið teknar vondar og vitlausar ákvarðanir, heldur er þarna flokkspólitísk spilling sem á rætur að rekja til ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Og aftur erum við minnt á hversu stofnanir ríkisins voru spilltar og grútmáttlausar, Seðlabankinn svaf á verðinum og auðvitað Fjármálaeftirlitið – það Lesa meira
Ekki frægðarför
EyjanBan Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór ekki mikla frægðarför til Reykjavíkur. Bullaði eitthvað um jarðhita. Og fór svo að úthúða Edward Snowden. Hljómar eins og frekar lítill karl.
Engin skjót leið til hagvaxtar
EyjanEitt af því sem nýja ríkisstjórnin er að komast að er að það eru engar patentlausnir í boði til að koma af stað hagvexti. Við sjáum ákveðin vöxt í ferðaþjónustunni, fáum sennilega ívið minna fyrir fiskinn en í fyrra, vonum að makríllinn haldi áfram að skila sér, en áliðnaðurinn er í lægð. Ketill Sigurjónsson orkubloggari Lesa meira
Veruleg vanhæfni og ótrúlegt sinnuleysi
EyjanSkýrslan um Íbúðalánasjóð virðist vera gott og heiðarlegt plagg. En hún er fyrst og fremst eins og hluti af stærri mynd – það er hvernig allt fór úr böndunum í íslensku efnahagslífi á árunum upp úr 2000. Þá var með öllum ráðum reynt að framkalla eitthvert falskasta góðæri sem um getur. Afleiðingarnar voru þær að Lesa meira
Eftirlitssamfélagið og hástig vænisýkinnar
EyjanÞað er afskaplega sorglegt að Edward Snowden skuli hvergi fá hæli. Hann hefur meðal annars ljóstrað upp hvernig Bandaríkin hafa njósnað um Evrópusambandið og meintar vinaþjóðir í Evrópu. Það hljóta að teljast nokkuð þarflegar upplýsingar. Leiðtogar Evrópuríkja hafa sumir lýst því yfir að samskipti við Bandaríkin hjóti að skaðast vegna þessa. Forsætisráðherra Lúxemborgar sagði að Lesa meira