Hnignun millistéttarinnar grefur undan lýðræðinu
EyjanSusanne Moore skrifar athyglisverða grein um dauða millistéttarinnar í Guardian. Hún rekur þar hvernig hefur verið þrengt að millistéttinni bæði austanhafs og vestan. „Nú erum við öll millistétt,“ sagði breskur stjórnmálamaður á tíma Blairs. Það reyndist vera rangt. En nú eru menn farnir að vitna í Karl Marx, líka í ritum hægri manna eins og Lesa meira
Ekki fylgni milli flugvalla og sjúkrahúsa
EyjanÁróðursherferðin sem er farin fyrir Reykjavíkurflugvelli undir því fororði að mannslífum sé teflt í hættu er á mörkum hins smekklega. Reykjavíkurflugvöllur hefur bæði kosti og galla – sem má vega og meta. Ef sjúkraflug lenti ekki í Vatnsmýri, þyrftu menn að finna aðra leið til að láta það ganga upp. Í samfélagi sem vill halda Lesa meira
Landsbyggðarmaður í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík?
EyjanEinn Facebook-vinur minn orðaði það svo að stóra Hofsvallagötumálið væri þeirrar gerðar að það gæti fellt meirhluta. Það held ég samt ekki, við lifum á tíma stöðugra upphlaupa sem gleymast jafnskjótt. Þannig virkar internetið. En það er annað mál sem gæti haft mikil áhrif, nefnilega Reykjavíkurflugvöllur. Gríðarlegur fjöldi undirskrifta hefur safnast saman þar sem skorað Lesa meira
Vandinn á Hofsvallagötu er að þetta er púkalegt, ekki að þrengt sé að einkabílnum
EyjanAlveg er með ólíkindum þegar fólk fer að óttast um að „þrengt sé að einkabílnum“ í Reykjavík. Einkabíllinn drottnar algjörlega í borginni. Hún er dreifð út um holt og hæðir og út með ströndinni og varla hægt að komast nema í einkabílnum. Hugumstórt fólk og hraust hefur þó farið að hjóla í auknum mæli síðustu Lesa meira
Óbeysinn sæðisbúskapur
EyjanLesendabréf í blöðum gátu verið hugsvölun og uppspretta skemmtunar á árum áður. Nú eru flestir þeir sem hefðu í gamla daga skrifað lesendabréf komnir á Facebook og eru yfirleitt ekki eins skemmtilegir. Menn urðu þó aðeins að vanda málfar og framsetningu í lesendabréfunum. Margir sakna Húsmóður í Vesturbænum sem oft skrifaði í Velvakanda Morgunblaðsins, Húsmóðirin Lesa meira
Plastpokar eru óþverri – það er auðvelt að nota annars konar poka
EyjanÞað er rétt, plastpokar eru andstyggilegir. Þeim fylgir sóun og mengun. Til dæmis eru úthöfin full af plasti sem eyðist ekki. Plastflöskur eru ekki betri. Í raun er skömm að því að nær allir drykkir skuli vera komnir í plastflöskur. Víða erlendis eru plastpokar bannaðir – og reyndar var samþykkt á íbúaþingi á Akureyri síðastliðinn Lesa meira
Loftárásir á Sýrland?
EyjanLoftárásir Bandaríkjanna á Sýrland virðast vera yfirvofandi ef marka má yfirlýsingar ráðamanna í Washington. En það er spurning hvort þær bæti ástandið? Er hægt að gera loftárásir þannig að þær dragi úr hernaðarmætti stríðsaðilanna. Tony Blair segir að vernda þurfi sýrlensku þjóðina bæði fyrir Assad forseta og Al-Kaida sem vilji notfæra sér glundroðann í landinu. Lesa meira
Manngrúi í Miðbænum
EyjanSumir virðast halda að mannfjöldi í Miðbænum sé eitthvað nýtt og bundið við Menningarnótt. Svo er þó alls ekki. Fólk hefur lengi safnast saman í Miðbænum, en áður voru tilefnin önnur en Menningarnóttin og Gay Pride. Hér er til dæmis mynd frá því 17. júní var og hét. Þetta er á sjöunda áratugnum, í kringum Lesa meira
Orkubloggið: Hvaða álver á Íslandi lokar fyrst?
EyjanKetill Sigurjónsson skrifar á Orkubloggið undir yfirskriftinni „Hvaða álver á Íslandi lokar fyrst?“ Ketill boðar greinarflokk um áliðnaðinn. Í þessari fyrstu grein rekur hann svartar horfur í honum, stórkoslega offramleiðslu og lækkandi verð. Hann segir að ekki sjái fyrir endann á þessari þróun. Eina ráðið virðist vera að draga úr framleiðslu, fresta nýjum verkefnum og Lesa meira
Bjarni Ben og afnám málskotsréttar forsetans
EyjanMargt athyglisvert kom fram í viðtali Helga Seljan við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í Vikulokunum á Rás eitt á laugardaginn. Eitt af því sem þeir ræddu voru þjóðaratkvæðagreiðslur og synjunarvald forsetans. Þetta eru mál sem voru mikið rædd á síðasta kjörtímabili, í tengslum við Icesave og samningu nýrrar stjórnarskrár. En það er vitað Lesa meira