Hetjan Snowden – stjórnlaust leynipukur
EyjanÞað er algjörlega að koma í ljós að Edward Snowden ætti að fá að snúa aftur til Bandaríkjanna sem hetja. Gott ef hann er ekki verðugur þess að fá heiðursmerki – eða skrúðgöngu fyrir sig á Broadway. Uppljóstranir hans sýna að stjórnendur njósnaþjónusta hafa gjörsamlega gengið af göflunum. Þar er fremstur í flokki Keith Alexander, Lesa meira
Jón hættir varla við að hætta
EyjanEinhvern veginn held ég að sé lítið hæft í fabúleringum um að Jón Gnarr vilji láta ganga á eftir sér um að hætta við að hætta í borgarstjórninni. Það væri frekar úr karakter. Í rauninni er það ansi magnaður gjörningur, í ljósi þess sem á undan er gengið, og eftir kosningasigurinn mikla 2010, að leggja Lesa meira
Mikið fylgi til skiptanna við brotthvarf Jóns Gnarr – nær Björt framtíð að gera sig gildandi í borginni?
EyjanEf rétt er skilið ætlar Jón Gnarr ekki að gefa aftur kost á sér til setu í borgarstjórn. Það er að sumu leyti smart – gjörningnum sem hófst í upphafi árs 2010 er hreinlega lokið. Hann heppnaðist fáránlega vel. En Jón skilur eftir sig tómarúm. Án hans er Besti flokkurinn ekki neitt. Viðbúið er að Lesa meira
Mánasteinn, Kálfshamarsvík, Ferðin að miðju jarðar
EyjanÍ Kiljunni í kvöld fjöllum við um nýja skáldsögu eftir Sjón sem nefnist Mánasteinn. Bókin gerist í Reykjavík 1918, á tíma Kötlugoss, spænsku veikinnar og fullveldis, en söguhetjan er ungur maður, hommi og bíófíkill. Við förum norður í Kálfshamarsvík á Skaga. Þar stendur merkilegur viti og þar var einu sinni lítið sjávarþorp sem nú er Lesa meira
Auðræði, frjáls markaður og ofurmennishyggja
EyjanÞað er merkilegt með trúna á frjálsan markað sem á að leysa öll mál með sinni ósýnilegu hönd. Hún hefur náttúrlega beðið ákveðið skipbrot – við sjáum að helsta þjóðfélagstilraun dagsins í dag er auðræði, plutókratí, ríkidæmi færist sífellt á færri hendur. Um leið verður staða millistéttarinnar ótryggari – og hinir lægst launuðu eru að Lesa meira
Laugardalsvöllurinn er of lítill
EyjanÞað verður gaman að sjá hverjir mæta á landsleikinn við Króatíu á Laugardalsvellinum. Þarna verða næturmenn – þeir sem eru enn hangandi tölvum síðla nætur, hvaða erindi sem þeir eiga þar. Þarna verða sérstakir vildarvinir og styrktaðilar KSÍ. Og þarna verða þeir sem hafa lagt í að kaupa rándýra miða á svörtum markaði. Mjög sérstætt Lesa meira
Borgaralegu öflin og útflutningsleiðin
EyjanÁ Norðurlöndunum eru ríkisstjórnir eins og sú sem nú situr á Íslandi kallaðar „borgaralegar“ – það er semsagt andstæðan við stjórnir þar sem sósíalistar eða sósíal-demókratar eiga setu. Þetta orð var oft notað hér á Íslandi í eina tíð, en heyrist sjaldan nú. En þó ætti að vera óhætt að fullyrða að ríkisstjórnin sé „borgaraleg“. Lesa meira
Jón Gnarr tilkynnir
EyjanEf ég skil rétt ætlar Jón Gnarr að tilkynna hvort hann heldur áfram í stjórnmálum hinn daginn. Þá er víst hrekkjavaka. Fæst til þess að Jón sé að hverfa úr pólitíkinni, Besti flokkurinn í Reykjavík mælist með 37 prósent í skoðanakönnunum. Og þótt andstæðingar segi að hann hafi enga stefnu – það má heyra bæði Lesa meira
Ólafur Ragnar selur sæstrengshugmynd
EyjanHún er athyglisverð fréttin sem birtist í Guardian um sæstreng með raforku milli Íslands og Bretlands. Í fréttinni er Ólafur Ragnar Grímsson forseti allt í einu orðinn aðalmaðurinn í málinu – það er hann sem fer til Bretlands að kynna málið. Þarna segir líka að samningur um sæstrenginn myndi gera mikið til að bæta samband Lesa meira
Kínverjar og geimurinn
EyjanMargir hafa spurt hví Kína hafi svo mikinn áhuga á Íslandi. Aðalástæðan er líklega sú að Ísland hefur fasta setu í Norðurheimskautsráðinu. Þar höfum við nokkur áhrif á stað þar sem Kínverjar vilja komast að. Sambandið milli Kína og Noregs hefur verið lélegt eftir að Norðmenn veittu andófsmanninum Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels. Það sýndi reyndar Lesa meira