Íhaldssamir VG-arar
EyjanLíklega eru fáir stjórnmálaflokkar jafn íhaldssamir og Vinstri græn. Íhaldssemin er svo mikil að furðu sætir. En um leið birtir hún tryggð sem er nánast hjartnæm. Engum er hafnað í VG, enginn er kosinn burt – menn fá að ákveða hvort þeir hætti sjálfir. Í dag var valið á lista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Niðurstaðan Lesa meira
Lekablaðamenn verðlaunaðir
EyjanÞað er athyglisvert, og nokkur sigur fyrir DV, að blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson skuli fá verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Þessa viðurkenningu fá þeir fyrir umfjöllun um hælisleitendur en þeir hafa verið býsna ötulir við að fjalla um þau mál – svo mjög að sumum þykir nóg um. Þannig hafa Lesa meira
Varla þrír seðlabankastjórar – eða hvað?
EyjanEinhvern veginn finnst manni óhugsandi að snúið verði aftur til gamals tíma með þrjá seðlabankastjóra, að hluta pólitískt skipaða, eins og segir að muni gerast í frétt á Eyjunni. Það er öruggt að slík aðgerð vekur tortryggni og úlfúð í samfélaginu. Það er nákvæmlega engin þörf á þremur bankastjórum. Ekki er þar með sagt að Lesa meira
WSJ í Sochi: Hví eru Íslendingar svo lélegir í vetraríþróttum?
EyjanÍ grein í Wall Street Journal er spurt hvers vegna Íslendingar séu svo lélegir í vetraríþróttum – það rímar auðvitað ekki við nafn landsins. Ýmsar skýringar eru gefnar, til dæmi að hér sé þrátt fyrir allt ekki sérlega mikill snjór, ís er nokkuð stopull – veðráttan er jú fremur umhleypingasöm –, við erum meira fyrir Lesa meira
Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu – merkileg yfirlýsing Kristjáns Þórs
EyjanÞað má segja að nokkur stórtíðindi hafi orðið á fundi hjá Heimdellingum í gærkvöldi. Þar lýsti heilbrigðisráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, því yfir að hann hefði miklar efasemdir um stefnuna í fíkniefnamálum. Frá þessu segir á Vísi. „Ég er mjög hallur undir þá skoðun að við eigum að reyna að afglæpavæða neysluna í þessum málum,“ sagði Lesa meira
Stytting skólans – og óhagkvæmni í verslun og fjármálaþjónustu
EyjanViðskiptaráð leggur áherslu á styttingu framhaldsskólans og skólagjöld. Hvort tveggja má vel athuga. Það er reyndar svo með framhaldsskólann að ungmenni eru misjafnlega lengi að ljúka honum, sumir geta tekið mjög langan tíma í áfangakerfi, aðrir bruna í gegn. Þetta verður þó að skoðast í samhengi við grunnskólann. Þar er veruleg þörf á breytingum, ef Lesa meira
HhhH og Harry Quebert – tvær frábærar bækur úr frönsku
EyjanTvær bækur úr hinum frönskumælandi heimi eru nú meðal hinna vinsælustu á Íslandi. Þar er annars vegar bókin sem heitir því einkennilega nafni HhhH, þetta er komið úr þýsku og útleggst: Heili Himmlers heitir Heydrich. Bókin fjallar um eitt mesta illmenni sögunnar, ljóshærða djöfulinn Reinhard Heydrich, hinn stórvirka böðul sem öðrum fremur skipulagði Helförina – Lesa meira
Þarf að halda öllu í frosti?
EyjanUmræða um efnahagsmál upp á síðkastið ber öll að sama brunni. Það þarf að halda öllu í efnahagslegu frosti svo ekki myndist verðbólguþrýstingur á krónuna. Það ekki hægt að leiðrétta skuldir, það er ekki hægt að hækka launin og í raun er það svo að öll aukin umsvif valda verðbólgu. Óttinn við verðbólguna er líka slíkur Lesa meira
Ræða Sigmundar – Már í ónáð
EyjanHinn stríði tónn sem var í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþinginu í dag vekur athygli. Margir þinggestir voru nokkuð undrandi yfir því hversu mikils pirrings gætti í ræðu Sigmundar – og hversu miklum tíma hann eyddi í að kallast á við bloggara og álitsgjafa úti i bæ. Jóhanna Sigurðardóttir var reyndar hætt að Lesa meira
Árni segir sig úr Samfylkingunni með ádrepu á Kínastefnu Össurar og Ólafs Ragnars
EyjanMikil ádrepa á fríverslunarsamning Íslands og Kína birtist hér á Eyjunni í dag. Höfundurinn er Árni Snævarr, sá margreyndi fréttamaður, sagnfræðimenntaður að auki, hann notar tækifærið til að segja sig úr Samfylkingunni. Tekur reyndar fram að starf hans í flokknum hafi verið falið í því einu að kjósa í prófkjörum. En Árni beinir sjónum sínum Lesa meira