Már undir verndarvæng forsetans
EyjanMár Guðmundsson gæti átt sér hauk í horni ef stendur til að setja hann út úr Seðlabankanum. Það er enginn annar en gamall yfirmaður hans, félagi og vinur, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Már var aðstoðarmaður Ólafs Ragnars þegar hann var fjármálaráðherra og enn er strengur milli þeirra. Það yrði forsetanum semsagt ekki sérlega þóknanlegt Lesa meira
Hvaða not verða fyrir ESB skýrsluna?
EyjanHér skal því spáð – og þarf engan spámann til – að ESB skýrslan sem birtist í dag leiði til nákvæmlega engrar niðurstöðu, að hún fleyti umræðunni ekki áfram um millimetra, og að allt haldi þetta áfram í sömu skotgröfunum og fyrr. Hver mun túlka skýrsluna með sínu lagi. Skýrslan gæti þó leitt til þess Lesa meira
Netflix og íslensk tunga
EyjanBjörn Bjarnason skrifar um það á bloggsíðu sinni að Frakkar vilji banna Netflix og bandarískar efnisveitur af því tagi – Björn spyr svo hvort Frakkar vilji banna Netflix innan alls Evrópusambandsins? Hér er stór menningarpólitísk spurning. Nú er það til dæmis svo að tugþúsundir Íslendinga horfa á sjónvarpsefni og kvikmyndir í gegnum Netflix, iTunes og Lesa meira
Fortíðarfíkn eftir útnefningaspillingu
EyjanMér finnst fremur ógeðfellt að eiga orðastað við fólk sem felur sig á bak við nafnleynd. Viðskiptablaðið birtir af einhverjum ástæðum pistla eftir höfunda sem kalla sig Tý og Óðin – maður sér í raun enga ástæðu fyrir því að þessir pistlar séu nafnlausir nema hugleysi. Skríbentarnir leggja ekki í að standa fyrir skoðunum sínum Lesa meira
Seðlabankastjóri og pólitíkin
EyjanHvenær eru menn pólitískt skipaðir og hvenær eru menn ekki pólitískt skipaðir? Mörkin milli þessa geta auðvitað verið nokkuð óljós – ráðherrar skipa í embætti, eða hafa síðasta orðið um hverjir fá þau, er þá skipunin ekki pólitísk? Þó er ekki víst að þetta sé nothæft viðmið. Tökum til dæmis Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Hann var Lesa meira
Argentína – víti til varnaðar
EyjanThe Economist birtir leiðara um Argentínu, þetta stóra land sem eitt sinn var vonarstjarna Suður-Ameríku, með hærri þjóðartekjur en Þýskaland og Frakkland. Argentína laðaði til sín fólk rétt eins og Kalífornía. En málin þróuðust á verri veg, Economist segir að mesti óttinn í ríkjum eins og Spáni og Grikklandi séu að þau fari að líkjast Argentínu, Lesa meira
Fjölgun seðlabankastjóra – liður í væntingastjórnun?
EyjanSigmundur Davíð Gunnlaugsson játaði því ekki í hinu margumtalaða viðtali við Gísla Martein Baldursson að til stæði að fjölga seðlabankastjórum í þrjá – en hann neitaði því ekki heldur. Ef ætlunin er í alvörunni að fjölga bankastjórunum er það líklega nokkuð örðugra eftir viðtalið. Viðtalið spilaðist ekki þannig að hugmyndin yrði sérlega aðlaðandi – og Lesa meira
Áhugalaus Bandaríki
EyjanSumir hafa alið með sér þann draum að Bandaríkin myndu aftur fá áhuga á Íslandi nú þegar málefni norðurslóða eru komin í tísku. Að Ísland myndi kannski aftur fá strategíska þýðingu fyrir Bandaríkin eins og var í Kalda stríðinu. Íslendingar gátu aldeilis notfært sér það eins og sagan sýnir. Hins vegar upplifðu margir gamlir Bandaríkjavinir Lesa meira
Viðtal Gísla við Sigmund Davíð
EyjanViðtal Gísla Marteins Baldurssonar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Sunnudagsmorgni er nokkuð sögulegt. Forsætisráðherrann var í ströggli í viðtalinu, virkaði pirraður og óstyrkur, en Gísli hélt sínu striki. Viðtalið má sjá hér, á vef Ríkisútvarpsins, byrjar á sirka 33 mínútum.
Sónar og fjöldi fíkniefnamála
EyjanÉg fór ekki sjálfur, þetta er ekki alveg mín deild, en ég hef heyrt úr mörgum áttum að tónlistarhátíðin Sónar sem var haldin í Hörpu um helgina hafi verið afar vel heppnuð. Þetta segir mér ungt fólk sem sótti hátíðina. Fréttirnar af hátíðinni hafa hins vegar verið nokkuð sérkennilegar. Það er stanslaust fjallað um fjölda Lesa meira