fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025

Silfuregils

Ógnvekjandi ljósmynd

Ógnvekjandi ljósmynd

Eyjan
18.03.2014

Hér er ljósmynd sem sýnir nokkuð hvað við er að eiga í Úkraínu/Rússlandi. Myndin er tekin á Krímskaga. Annar karlinn á myndinni er klæddur búningi tsjekista. Þetta voru meðlimir NKVD, lögreglusveitanna alræmdu sem myrtu fyrir Stalín og fluttu fólk í fangabúðir í milljónatali. Þessi búningur ætti í raun að vera jafn alræmdur og búningar SS-sveitanna. Lesa meira

Rækjukvótinn – og pólitískt auðmagn ríkisstjórnarinnar

Rækjukvótinn – og pólitískt auðmagn ríkisstjórnarinnar

Eyjan
18.03.2014

Umfjöllun Kastljóss um rækjuveiðar er mjög athyglisverð. Þetta var í sjónvarpinu í gær, Kastljósið má sjá með því að smella hérna. Í stuttu máli snýst þetta um hvort eigi að færa rækjukvóta frá bátum sem hafa stundað veiðarnar undanfarin ár yfir á báta sem hafa ekki stundað þessar veiðar. Þar erum við komin út í Lesa meira

Spilavíti er ekki staður fyrir „heimilin“

Spilavíti er ekki staður fyrir „heimilin“

Eyjan
18.03.2014

Í frétt í Morgunblaðinu í gær var fjallað um „stóraukna ásókn heimila“ í hlutabréf. Maður trúir þessu varlega, aðeins hálfum áratug eftir mesta hlutabréfahrun sögunnar, þegar íslenski hlutabréfamarkaðurinn þurrkaðist út, fór á stuttum tíma úr 9040 stigum niður í 300. Hér hafa verið í gangi tilraunir til að endurreisa hlutabréfamarkaðinn, en hann er afskaplega grunnur, Lesa meira

Toppurinn á einhverju

Toppurinn á einhverju

Eyjan
17.03.2014

Þessi setning í umtalaðri grein eftir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, er toppurinn á einhverju – ég veit samt ekki alveg hverju. Eins og jafnan í hagfræðilegri greiningu skulum við gera ráð fyrir markaðshagkerfi. Í slíkum hagkerfum ráðstafa neytendur tekjum sínum með hliðsjón af markaðsverði. Nú fær maður bráðakrabbamein, hjartaslag, það er ekið á mann, Lesa meira

Kreddufesta

Kreddufesta

Eyjan
16.03.2014

Um fátt er jafnmikil sátt á Íslandi og um að hið opinbera skuli reka heilbrigðisþjónustuna – að norrænni fyrirmynd. Kannanir benda til þess að um 80 prósent þjóðarinnar séu þeirrar skoðunar. Hugmyndin um að einhverjum sé neitað um heilbrigðisþjónustu vegna efnahags eða hann skilinn út undan er Íslendingum mjög framandi. Þetta kerfi hefur líka gefist Lesa meira

Móðgaðir út í allar nágrannaþjóðir

Móðgaðir út í allar nágrannaþjóðir

Eyjan
15.03.2014

Líklega gengur ekki til frambúðar að reisa utanríkisstefnu smáríkis á móðgunum. Við höfum verið móðguð út í þjóðir sem við álitum að hjálpuðu okkur ekki nóg eftir efnahagshrunið. Sum Norðurlandanna hafa verið í þeim hópi. Við höfum verið móðguð út í Bandaríkin fyrir að kalla burt varnarliðið. Móðgaðastir eru þeir sem mest trúðu á Bandaríkin Lesa meira

Að vera rétt tengdur – og græða feitt

Að vera rétt tengdur – og græða feitt

Eyjan
14.03.2014

The Economist skrifar um Crony Capitalism í síðustu forsíðugrein. Klíkukapítalisma. Eða hvernig þýðir maður hugtakið? Kerfið sem hrundi á Íslandi 2008 bar mikil einkenni þessa. Gæðum var miðlað til pólitískra vildarvina. Það er mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrir að svoleiðis kerfi verði endurreist.      

1985 – hin glöðu ár

1985 – hin glöðu ár

Eyjan
14.03.2014

Það er áhyggjusamlegt hvað söguþekking er oft léleg. Og líka þegar er farið stutt aftur í söguna. Guðmundur Steingrímsson sagði í umræðum á þingi í gær að ástandið á Íslandi væri eins og að vera kominn aftur til 1985. Það er reyndar skemmtilegt að þá var faðir Guðmundar, sjálfur Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Samanburður er farinn Lesa meira

Breytt staða í utanríkismálum

Breytt staða í utanríkismálum

Eyjan
13.03.2014

Það er ekki sérlega gagnlegt að fara í miklar og gagnkvæmar ásakanir vegna þess hverjar niðurstöðurnar í makrílviðræðunum urðu. Það hefur ekki orðið nein breyting frá stefnu fyrri ríkisstjórnar. Íslendingar verða að skilja að þeir eru ekki stórveldi. Í alþjóðlegu samhengi og gagnvart Evrópusambandinu hafa Norðmenn miklu meiri vikt en við – EES samningurinn er Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af