fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025

Silfuregils

Lítið lag sem varð pólitískt

Lítið lag sem varð pólitískt

Eyjan
22.03.2014

Þetta er skemmtilegt. Lag eftir söngvarann Pharrell Williams, úr teiknimyndinni Despicable Me 2, heitir Happy og fjallar um gildi þess að vera glaður og jákvæður. Einhvern veginn hefur þetta lag verið að breytast í mótmælasöng með afar skemmtilegum hætti. Ákall um að fólk sameinist. Gefist ekki upp fyrir valdi. Og hér er lagið eins og Lesa meira

Þegar Mogginn var í Miðbænum

Þegar Mogginn var í Miðbænum

Eyjan
21.03.2014

Þessa mynd er að finna á vefnum Gamlar ljósmyndir. Þarna sést Moggahöllin, órifinn Fjalaköttur, Hallærisplanið. Árið er líklega 1976. Maður sér að á litla húsinu sem hýsti minjagripaverslun (sem síðar fjölgaði ört) eru auglýsingar frá leikhúsunum. Leikfélag Reykjavíkur er þarna að sýna Equus, það var mjög vinsæl sýning sem var sett upp þetta ár. Ég Lesa meira

Hamingjusömustu löndin – hvers vegna?

Hamingjusömustu löndin – hvers vegna?

Eyjan
21.03.2014

Á vef CNN má lesa um hamingjusömustu lönd í heiminum, eins og þau birtast í alþjóðlegri hamingjumælingu frá Sameinuðu þjóðunum. Löndin eru í þessari röð: Danmörk, Noregur, Sviss, Holland, Svíþjóð, Kanada, Finnland, Austurríki, Ísland og Ástralía. Hvað eiga þessi lönd sameiginlegt? Jú, þarna eru öll Norðurlöndin samankomin. Fimm þessara landa eru í ESB. Í flestum Lesa meira

Forbes: Íhaldsmenn fara villur vegar gagnvart ESB

Forbes: Íhaldsmenn fara villur vegar gagnvart ESB

Eyjan
20.03.2014

Á Evrópublogginu birtist endursögn úr athyglisverðri grein úr bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes. Þar segir að íhaldsmenn ættu að styðja Evrópusambandið í stað þess að hafa svo miklar áyggjur af því. Íhaldsmenn þurfa að breyta viðhorfum sínum til Evrópusambandsins, segir í grein í bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes, sem segir að íhaldsmenn eyði of mikilli orku í þá áráttu Lesa meira

„Norðurskautið er rússneskt“

„Norðurskautið er rússneskt“

Eyjan
19.03.2014

Það er rétt hjá Styrmi Gunnarssyni sem skrifar að Rússar séu á ný orðnir ógn við nágranna sína. Þetta er reyndar ekki alveg nýtt, en nú er yfirgangurinn að færast á nýtt stig – í ófáum ríkjum í kringum Rússland eru stórir hópar Rússa sem hugsanlega vilja sameinast gamla landinu eða sem stjórnvöld í Moskvu Lesa meira

Forsetinn skensar norskan ráðherra

Forsetinn skensar norskan ráðherra

Eyjan
19.03.2014

Ólafur Ragnar Grímsson flaskar á einu. Það er ekki gagnrýni á athafnir Rússa sem spillir samstarfi á Norðurslóðum, heldur eru það sjálfar athafnir Rússa sem spilla samstarfinu. Á þessu er munur. Norðmenn eru rík þjóð og stolt og þeir hafa oft gert hluti sem hafa komið sér illa fyrir þá sjálfa á vettvangi alþjóðaviðskipta. Þar Lesa meira

Ögmundur enn að kljúfa VG

Ögmundur enn að kljúfa VG

Eyjan
19.03.2014

Hafi einhver haldið að sárin séu gróin innan VG, þá fer hinn sami villur vega. Ögmundi Jónassyni er til dæmis einstaklega lagið að ýfa þau upp. Nú lýsir hann beinlínis yfir stuðningi við framboð Þorleifs Gunnlaugssonar í borgarstjórn – Þorleifur er þar á lista Dögunar. Þorleifur hefur lengi verið einn helsti vinur og bandamaður Ögmundar Lesa meira

Höfnin – Hér heilsast skipin

Höfnin – Hér heilsast skipin

Eyjan
18.03.2014

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld fræðumst við um sögu Reykjavíkurhafnar af Guðjóni Friðrikssyni, en fyrir stuttu kom út bók eftir hann þar sem er rakin saga hafnanna við Faxaflóa, Hér heilsast skipin nefnist hún. Menn gera sér almennt ekki grein fyrir því að hve miklu leyti Reykjavíkurhöfn er á landfyllingum – svo er um langstærstan hluta Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af