fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025

Silfuregils

Hið stranga útlitsyfirvald

Hið stranga útlitsyfirvald

Eyjan
25.03.2014

Við lifum í heimi þar sem blekkingar virka eins og veruleikinn og það er ekki alltaf hollt. Til dæmis ganga um internetið með reglulegu millibili myndasyrpur af frægum konum sem er ekki búið að fótósjoppa í drep. Yfir þessu hneykslast fólk og gýs þá upp talsverð Þórðargleði. En ef maður skoðar nánar eru konurnar yfirleitt Lesa meira

Styttur af skáldum, Óskar í Sunnubúðinni, söngbók Ragnheiðar

Styttur af skáldum, Óskar í Sunnubúðinni, söngbók Ragnheiðar

Eyjan
25.03.2014

Við fjöllum um styttur bæjarins í Kiljunni á miðvikudagskvöld, það er að segja styttur af skáldum sem eru á nokkrum stöðum í borgarlandinu. Sumar eru mjög þekktar, aðrar nánast óþekktar. Við veltum líka fyrir okkur hvernig nokkrar styttur sem hafa ekki verið reistar gætu litið út. Við fjöllum um ævisögu Óskars Jóhannssonar sem lengi var Lesa meira

Byr í vængi?

Byr í vængi?

Eyjan
25.03.2014

Boðað er að frumvörp um skuldaniðurfellingar verði kynnt í ríkisstjórninni í dag. Það er stórviðburður. Vænta má að ríkisstjórnin leggi allt kapp á að koma málinu í gegnum þingið á næstu vikum – varla mun stjórnarandstaðan streitast gegn því. En á sama tíma virðist þingsályktunin um að slíta aðildarviðræðunum við ESB vera að sofna í Lesa meira

Mynd á klósettvegg

Mynd á klósettvegg

Eyjan
24.03.2014

Þessa mynd fékk ég senda – og má segja að mér hafi ekki verið sýndur meiri heiður. Hún er tekinn á klósetti í skóla á höfuðborgarsvæðinu – ég næ því semsagt að vera mynd á klósettvegg. Þetta er líka svona ágæt teikning og eiginlega fegrar viðfangsefnið fremur en hitt.

Önnur vika kennaraverkfalls

Önnur vika kennaraverkfalls

Eyjan
24.03.2014

Laun kennara eru alltof lág – ég held að flestir geti verið sammála um það. Guðmundur Andri Thorsson skrifar um þetta ágætan pistil í Fréttablaðið í dag. Hann tengir kennaralaunin við verðmætamat samfélagsins: Þau sýna – hvað sem orðagjálfri líður – að menntun nýtur ekki þeirrar virðingar sem er sjálf forsenda framfaranna. Nú eru háskólakennarar Lesa meira

Veisla fyrir augað

Veisla fyrir augað

Eyjan
24.03.2014

Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er frábær skemmtun og algjör veisla fyrir augað. Þarna er horfið aftur til Mið-Evrópu, þeirrar Mitteleuropa sem leið undir lok með nasismanum, í heiminn sem er lýst í verkum Stefans Zweig. Myndin er sögð byggð lauslega á verkum hans. Sagan er hæðin og gáskafull, að hætti leikstjórans Wes Anderson. Vendingarnar Lesa meira

Langt frá hverju?

Langt frá hverju?

Eyjan
23.03.2014

Stundum segja menn vitleysu sem hljómar vel, en er engu minni vitleysa fyrir það. Vitnað er í orð grænlensks stjórnmálamanns, Josefs Motzfeldt, sem sagði á fundi í Reykjavík að Evrópa væri „langt fra verden“. Langt frá heiminum. Langt frá hvaða heimi? Varla frá heimi þeirra 739 milljón manna sem byggja þessa heimsálfu. Þar af tilheyra um Lesa meira

Góð frammistaða Gunnars Braga

Góð frammistaða Gunnars Braga

Eyjan
23.03.2014

Það verður að segjast eins og er að framganga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Úkraínumálinu er til fyrirmyndar. Gunnar Bragi drífur sig til Úkraínu, talar við heimamenn, sýnir þeim stuðning í baráttunni fyrir lýðræði og gegn yfirgangi og spillingu. Við getum ekki horft á þetta gerast eins og ekkert sé. Það er nú líka komið Lesa meira

Hvalveiðar – þrýstingurinn magnast

Hvalveiðar – þrýstingurinn magnast

Eyjan
22.03.2014

RÚV greinir frá því að matvælafyrirtækið High Liner Foods ætli að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla þess við Hval. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir að þetta sé „ákveðin hryðjuverkastarfsemi“. Það er óþarflega stórt orð. Fyrirtæki ráða því hverja þeir versla við, þau eru í fullum rétti til þess – og fyrirtæki eru Lesa meira

Makrílsamningarnir og Grænlandskvótinn

Makrílsamningarnir og Grænlandskvótinn

Eyjan
22.03.2014

Grein norska sjávarútvegsráðherrans, Elisabeth Aspaker, sem birtist í Morgunblaðinu, vekur upp stórar spurningar um makrílsamningana sem Íslendingar fengu ekki aðild að. Hvað var það sem í rauninni gerðist í viðræðunum? Var hagsmunum Íslendinga fórnað vegna nokkurra útgerða sem vilja komast í makrílkvóta Grænlands? Og þá um leið grafið undan öllu hinu hátimbraða tali um norðurslóðir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af