Klofnar Sjálfstæðisflokkurinn í alvörunni?
EyjanMenn velta fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að klofna í íhaldsaman, þjóðlegan arm og frjálslyndan og alþjóðasinnaðan arm. Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar ótrúlegt fyrirbæri. Flokkur sem nær yfir allan hægri væng stjórnmálanna, alls konar hagsmuni og hugmyndir. Eitt sinn var sagt að málamiðlanirnar í íslensku samfélagi væru gerðar á landsfundum Sjálfstæðisflokksins. Það hefur áður verið klofningur Lesa meira
Skrítinn hrærigrautur
EyjanKvikmyndin Noah er furðuleg samsuða og eiginlega hálf afkáraleg. Þetta er ekki einu sinni Biblíusagan – fremur eins og hrærigrautur af sögunni um syndaflóðið, nýaldarspeki, þyngslalegri umhverfishyggju og skvettu af Hollywood hamfaramyndum eins og Transformers eða Pacific Rim. Því er líkast að mannkyninu sem þarna er á braut tortímingar sé refsað fyrir það í syndaflóðinu Lesa meira
Ekki nýtt að norrænir kratar séu Natósinnar – þeir voru stofnfélagar
EyjanHrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðherratíð hennar, varpar eftirfarandi spurningu fram hér á Eyjunni: Friðarhöfðinginn Jens Stoltenberg að verða framkvæmdastjóri NATO – Er það ekki rétti tíminn til að grafa „Ísland úr NATO“ borðana og þar með ryðja síðustu málefnalegu hindruninni úr vegi sameiningar VG og SF? Það finnst mér! Þetta gefur tilefni Lesa meira
Pútínisminn: Snilldargrein Pawels
EyjanEinn gáfaðasti maður sem skrifar í íslenska fjölmiðla, Pawel Bartozsek, er af pólskum ættum. Þess vegna hefur hann aðra sýn á heimsmálin en við sem erum alin upp hér úti í Ballarhafi. Sýn Pawels er mið-evrópsk, hún er mótuð af svæði þar sem hafa verið eilífar styrjaldir og átök, þar sem stórveldi hafa farið sínu Lesa meira
Sjóðheit siglingaleið hvalflutningaskips
EyjanÞað er merkilegt að fylgjast með ferðum flutningaskipsins Alma sem er að flytja hvalkjöt til Japan. Málið er afar viðkvæmt, eins og lesa má í pistli Önnu Kristjánsdóttur vélstýru sem sjálf vann í tuttugu ár á sjó. Anna segir að skipið sé að sigla suður með ströndum Afríku og fyrir Góðravonahöfða. Það sé afar sjaldgæft Lesa meira
Ekki mikils að vænta af verkföllunum
EyjanFramhaldsskólakennarar hafa brátt verið í verkfalli í tvær vikur. Háskólakennarar hafa boðað verkföll sem hefjast 25. apríl. Verkfall er í uppsiglingu hjá Isavia, en þar eiga mun færri einstaklingar í hlut. Á sama tíma boðar ríkisstórnin skuldaleiðréttingu. Stórum fjárhæðum verður ráðstafað til að greiða niður skuldir einstaklinga. En til þess að slík aðgerð hafi einhverja Lesa meira
Styttur af skáldum
EyjanHér eru styttur af skáldum í Reykjavík í umfjöllun Kiljunnar frá því í gær. Allt frá Jónasi til Sveinbjörns Beinteinssonar. Og svo er líka rætt um styttur sem hafa ekki verið reistar. Og skort af styttum af konum.
Skuldaleiðréttingin og áhrif komandi sveitarstjórnakosninga
EyjanMenn velta því fyrir sér hvort skuldaútspil ríkisstjórnarinnar í dag tengist lélegu fylgi stjórnarflokkanna í skoðanakönnunum vegna sveitastjórnakosninga. Það þarf svosem ekki að vera. Skuldafrumvörpin eru komin inn í þingið og sagt er að í maí renni upp dagurinn þegar fólk getur farið að sækja um skuldaniðurfellingu – og að það verði eins auðvelt og Lesa meira
Frábær frönsk tónlist
EyjanÉg er kynnir á þessum tónleikum á morgun – nei, óttist ekki, ég ætla ekki að syngja sjálfur. Þarna flytja frábærir íslenskir flytjendur eins og Hansa, Lay Low, Védís Hervör og Sverrir Guðjónsson franska tónlist. Lögin eru þekkt af flutningi tónlistarmanna eins og Serge Gainsbourg, Camille, Jacques Brel og Francoise Hardy – með smá viðkomu Lesa meira
Lítil athugun
EyjanÉg hef aðeins verið að hugleiða pólitíkina eins og hún birtist þessa dagana, afstöðunni til ýmissa mála og viðtökunum við þeim. Niðurstaðan er þessi: Ef stjórnmálamenn gera rangt, ja, þá gera þeir bara rangt, en ef þeir gera rétt, þá gera þeir það yfirleitt af röngum ástæðum.