Frjálslyndir – landlausir í íslenska flokkakerfinu
EyjanÞað er athyglisvert þegar helmingur þeirra sem segjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn kveðast vera reiðubúnir til að kjósa nýjan hægri flokk. Og það á tíma þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins er í sögulegu lágmarki. Í þessu felst talsverð vísbending um þá upplausn sem ríkir í stjórnmálunum og vandræði hefðbundinna flokka, en þau birtast meðal annars í því samanlagt fylgi Lesa meira
Síðustu forvöð að skila
EyjanSíðasti skilafrestur í vali Kiljunnar á íslenskum öndvegisritum, íslenskri kanónu, er á morgun. Þátttakan hefur verið mjög góð – en auðvitað væri gaman ef fleiri vildu vera með. Úrslitin verða tilkynnt í Kiljunni 9. apríl – við birtum þar aðallista og eins niðurstöður í nokkrum flokkum. Hver þátttakandi velur 20-30 íslensk bókmenntaverk. Þetta mega vera Lesa meira
Háborgin, ljóðasafn Gerðar, þjóðsögur
EyjanÍ Kiljunni á miðvikudagskvöld fjöllum við um safn ljóða Gerðar Kristnýjar en það er að koma út þessa dagana. Í þessa bók er safnað saman öllum ljóðabókum Gerðar, fimm talsins. Við bregðum okkur upp á Skólavörðuholt og fjöllum um hin miklu áform um að reisa þar Háborg íslenskrar menningar. Um þessar hugmyndir er fjallað í Lesa meira
Borgartún vs. Boston
EyjanHjálmar Gíslason hjá DataMarket birtir þessa samsettu mynd á Facebook. Hjálmar býr bandarísku stórborginni Boston. Með skrifar hann eftirfarandi texta: Borgartún vs. fjármálahverfið í Boston – bílastæðaskorturinn í Borgartúninu er sannarlega sláandi!
Calvin Klein – viðtal í Ásmundarsafni
EyjanMörgum finnst kannski furðuleg hugmynd að láta mig tala við tískuhönnuðinn Calvin Klein. Ég er ekki beinlínis þekktur fyrir að vera tískugúrú og passa illa í fötin sem hann hefur hannað – nema kannski sokka og nærbuxur. En ég gerði það nú samt í Viðtalinu í gærkvöldi. Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður, sem starfaði um árabil fyrir Lesa meira
And-aprílgabb
EyjanÞað má segja að skuldafrumvarp ríkisstjórnarinnar hafi breyst í nokkurs konar and-aprílgabb. Fyrir nokkru var boðað að fyrsta umræða um frumvarpið hæfist á Alþingi í dag. Þetta er, eins og alþjóð veit, stærsta mál ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Svo rekur einhver augun í að fyrsti dagur þingmeðferðar er sjálfur gabbdagurinn, 1. apríl. Það verður uppi Lesa meira
Ragnheiður og gildi listarinnar á Íslandi
EyjanÍ þessum pistli er lagt út frá óperunni Ragnheiði og hún sett í samhengi við þýðingu lista og menningar meðal smáþjóðarinnar Íslendinganna – við að halda þjóðinni saman, þroska tilfinningalíf hennar og búa til heilbrigt samfélag. Pistillinn er á ensku, hann birtist á vef sem Alda Sigmundsdóttir heldur úti og kallast The Iceland Weather Report. Lesa meira
Spilavíti – helvíti
EyjanLesandi síðunnar benti á hversu snjallt orðið spilavíti væri. Þetta segir eiginlega allt. Minnir helst á helvíti. Það var glöggur maður sem bjó til þetta orð. Það er verulega gildishlaðið, eins og kallast í dag. Annað gott orð er vínstúka. Það er íslenskt orð yfir bar, heyrist núorðið alltof sjaldan. Lesandinn telur að Halldór Halldórsson Lesa meira
Á að leyfa fjárhættuspil í meira mæli en nú er?
EyjanÞað er alveg rétt að mikill tvískinnungur ríkir gagnvart fjárhættuspili á Íslandi. Það eru rekin spilavíti sem heita Gullnáman og þar fara í gegn býsna stórar fjárhæðir. En þetta er í þágu Háskólans – og það má. Heldur eru staðirnir þar sem þessi starfsemi er stunduð ótútlegir. Fjárhættuspil er stundað í spilaklúbbum út um borg Lesa meira
Skammvinn frægð og lítil hamingja
EyjanNú skilst mér að sé í sjónvarpi úrslitakeppni í því sem kallast Ísland got talent. Það er sjálfsagt skemmtilegt að fylgjast með þessu, en einhvers staðar hljóta að blikka viðvörunarljós og ekki bara vegna heitisins á þáttaröðinni. Því fjölmiðlar eru fullir af viðtölum við fólk sem hefur farið í svona keppnir, sigrað, en lent í Lesa meira