Val áhorfenda Kiljunnar, langi listinn – til 200
EyjanHér er listinn úr vali áhorfenda Kiljunnar á íslenskum öndvegisritum. Listinn hér er lengri en hefur áður birst og nær nú niður í 200. Áður hafði birst listinn niður í 150, svo þetta er ítarlegra hér. Aðrir listar eru á vef Rúv. 1. Brennu-Njálssaga – Höfundur óþekktur 2. Sjálfstætt fólk – Halldór Laxness 3. Íslandsklukkan – Lesa meira
Sárgrætileg sparisjóðasaga
EyjanSparisjóðaskýrslan var kynnt í gær, hún er ferlega stór og við erum kannski ekki miklu nær eftir umfjöllun gærdagsins. Rannsóknarnefndin nefnir ekki nöfn, en sendir mál til saksóknara til athugunar. Það er þó alveg ljóst að misnotkunin á sparisjóðakerfinu var hroðaleg. Græðgi, fyrirhyggjuleysi, ósvífni og heimska réði för í mörgum af sparisjóðunum. Eða muna menn Lesa meira
Er hægt að byggja nær Miklubrautinni?
EyjanEitt af því sem einkennir Reykjavík er stærð umferðarmannvirkjanna og svokallaðra helgunarsvæða í kringum þau. Göturnar og bílastæðin taka mikið pláss, og svo eru stór auð svæði í kring. Þarf þetta að vera svona? Þurfa akvegir hér í þéttbýlinu að líta út eins og þjóðvegir úti í sveit? Þetta var eitt af því sem var Lesa meira
Staða stjórnarflokkanna kortéri fyrir sveitarstjórnakosningar
EyjanRíkisstjórnin á ekki sjö dagana sæla. Kannanir sýna að fylgi hennar er minna en fylgi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á svipuðum tímapunkti. Traust á ráðherrum mælist mjög lítið – og ekki síst á þeim ráðherrum sem gegna veigamestu embættunum. Maður skynjar mikið óþol gagnvart stjórninni. Þessi ógæfuferill hófst í febrúar þegar snögglega var lagt fram frumvarp Lesa meira
Njáls saga efst
EyjanHér eru úrslitin í vali Kiljunnar á íslenskum öndvegisverkum. Þátttakan í valinu var mjög góð, við fengum 620 svör. Svörin komu hvaðaæva að af landinu, það til dæmis er ánægjulegt að mörg þeirra voru tengd bókasöfnum víða um land. Margir rithöfundar tóku líka þátt. Hver innsendandi gat nefnt 20-30 bækur. Það þýddi einfaldlega að mörg Lesa meira
Er spennandi að fara í boðsferð til Brussel?
EyjanEr það hápunktur þess sem er eftirsóknarvert í heiminum að komast í fría utanlandsferð? Ég veit svei mér ekki. Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, skrifar harðorða grein í Fréttablaðið þar sem hann fjallar um sveitarstjórnarmenn sem hafi látið Evrópusambandið múta sér með ferðum til Brussel. Hann notar reyndar ekki orðið „múta“, en maður skilur fyrr en Lesa meira
Stærsta atvinnugreinin – hætta á gullgrafaraæði
EyjanÞær eru ótrúlegar tölurnar sem birtast á þessu línuriti. Ferðaþjónustan er óðfluga að verða stærsta og verðmætasta atvinnugreinin á Íslandi. Maður finnur þetta vel, búandi í miðbæ Reykjavíkur. Ferðamannafjöldinn er bókstaflega ótrúlegur miðað við það sem áður var – þannig var það í vetur og nú þegar er komið vor fjölgar enn. Maður er pínulítið Lesa meira
Stjórnin heldur áfram að tapa fylginu
EyjanGetur það verið að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar skili henni ekki neinu fylgi? Kurl eiga eftir að koma til grafar varðandi framkvæmdina – hvernig hún snertir almenning í landinu, hverjir fá og hverjir fá ekki. En frumvarpið er komið fram og búið að halda blaðamannafund með forsætisráðherra og fjármálaráðherra um málið. Skoðanakönnun MMR sem birtist í dag Lesa meira
Á kafi í bókum
EyjanÉg er með hausinn á kafi í bókmenntunum. Er að vinna úr mörg hundruð svörum sem bárust í leit Íslands að öndvegisritum helstum. Það er ógurlegt verk, en skemmtilegt. Þarna eru náttúrlega frægu bækurnar, en það er ógurlegur fjöldi titla sem er tilnefndur. Ég er þegar búinn að punkta hjá mér bækur sem ég ætla Lesa meira
Næfur forseti
EyjanMyndin sem hér má sjá er eftir George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Viðfangsefnið er Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Mikið er rætt um listræna hæfileika Bush sem fæst við að mála nú þegar hann er sestur í helgan stein. Í raun er það stórkostleg uppgötvun að maður sem var forseti Bandaríkjanna sé naívisti eða það Lesa meira