fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025

Silfuregils

Glatt á hjalla í Mónakó

Glatt á hjalla í Mónakó

Eyjan
15.04.2014

Hér er myndband sem eldist ekki sérlega vel. En er góð heimild um ákveðinn tíðaranda sem er horfinn – að minnsta kosti um sinn. Þetta er árið 2007. Þá var reyndar marga farið að gruna að allt væri að hrynja. En menn fundu enn tíma til að gleðjast – og það svo um munar. Skemmtikraftarnir Lesa meira

Aðeins meira um öndvegisbækurnar

Aðeins meira um öndvegisbækurnar

Eyjan
14.04.2014

Guðmundur Andri Thorsson skrifar ágæta grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann veltir fyrir sér vali Kiljunnar á íslenskum öndvegisbókum. Það er alveg rétt hjá Guðmundi Andra að þetta er ekki kanón eða kanóna. Það orð hefur á sér yfirvaldskenndan blæ, það vísar í verk sem einhvers konar stofnun (bókmenntastofnunin?) segir fólki að það Lesa meira

Lóaboratóríum Lóu

Lóaboratóríum Lóu

Eyjan
14.04.2014

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, myndskreytir, myndasöguhöfundur og söngkona, er með sýningu á Facebook. Yfirskriftin er Lóaboratoríum. Hún gerir eina myndasögu á dag – og hefur nú gert í 38 daga. Sögurnar eru flestar úr daglega lífinu í Reykjavík – og margar bráðsniðugar eins og hennar er von og vísa. Hér er sýnishorn, en sýninguna er hægt Lesa meira

Möðruvellingar aftur í Framsókn fjórum áratugum eftir útgönguna

Möðruvellingar aftur í Framsókn fjórum áratugum eftir útgönguna

Eyjan
14.04.2014

Fyrir nokkru sat ég í leigubíl með málglöðum bílstjóra sem sagðist eitt sinn hafa starfað í Framsóknarflokknum. Hann talaði afar hlýlega um Eystein Jónsson, sagði að hann hefði verið góður maður og réttsýnn. Hann var ekki eins hrifinn af Ólafi Jóhannessyni – arftaka Eysteins. Sagði að hann hefði verið einráður og dulur. Mestu mistök Ólafs Lesa meira

Öndvegisrit frá 200-300

Öndvegisrit frá 200-300

Eyjan
13.04.2014

Að gamni tók ég saman lista yfir bækur sem eru í 201-300 sæti í vali Kiljunnar á íslenskum öndvegisbókum. Þarna er fullt af góðum bókum sem er gott og gaman að að þekkja, alveg frá Jarðabók Árna og Páls til Yrsu Sigurðardóttur og Stefáns Mána. Aðallistann til 200 má sjá með því að smella hérna. Lesa meira

Ný reynsla fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Ný reynsla fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Eyjan
12.04.2014

Það er ný reynsla fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera á barmi klofnings þegar fylgi hans mælist aðeins 24 prósent. Áður hafa komið klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, en fylgi hans hefur þá verið miklu meira. Framboð Borgaraflokksins í kringum Albert Guðmundsson árið 1987 kom fylgi flokksins niður í 27 prósent í einum kosningum. Sverrir Hermannsson klauf sig út Lesa meira

Leitin að Livingstone

Leitin að Livingstone

Eyjan
12.04.2014

Þessi ljósmynd er úr kvikmynd eftir Veru Sölvadóttur sem verður frumsýnd á mánudaginn. Þetta er stuttmynd sem nefnist Leitin að Livingstone. Hún er byggð á smásögu eftir Einar Kárason. Við Kári leikum þarna smáhlutverk, sjoppueigenda og son hans. Ég er með þá kenningu að þarna sé tilvitnun í þetta atriði í Mystery Train eftir Jarmusch.

Hirðirinn reyndist vera slátrari

Hirðirinn reyndist vera slátrari

Eyjan
11.04.2014

Vilhjálmur Bjarnason hittir naglann á höfuðið varðandi sparisjóðina. Vilhjálmur sagði af starfsemi sparisjóðanna hefði einkennst af mikilmennskubrjálæði og blekkingum. Og að ef fé sparisjóðanna hafi áður verið fé án hirðis, hafi sá hirðir sem tók við verið slátrari. Umræðan um sparisjóðina á árunum eftir 2000 var merkileg. Þeim var fundið allt til foráttu. Þeir áttu Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af