Um meinta óbeit á öllu sem stenst tímans tönn
EyjanÉg lenti í nokkrum umræðum á Facebook í gær vegna ummæla Guðbergs Bergssonar í Fréttablaðsviðtali. Hann talaði um íslenska menningu, sagði að hún væri sérlega „grunn“ og að Íslendingar hefðu „óbeit á öllu sem stenst tímans tönn“. Nú er sennilegt að Guðbergur – okkar helsti núlifandi rithöfundur – sé að ögra. Það gerir hann oft. Lesa meira
100 ár frá morðinu í Sarajevo
EyjanÞað eru kannski ekki margir sem þekkja nafnið Gavrilo Princip – en nú eru liðin nákvæmlega hundrað ár frá því að hann framdi voðaverk sem hafði heimssögulegar afleiðingar. Morðið á Franz Ferdinand, erkihertoga og ríkisarfa Austurríkis-Ungverjalands, í Sarajevo – það var 28. júní 1914. Fyrri heimstyrjöldin á auðvitað ýmsar skýringar og ekki allar einfaldar, eins Lesa meira
Tass, Novosti – og Xinhua
EyjanÁ tíma kalda stríðsins voru Sovétríkin með fréttamenn á Íslandi. Eða kannski er ekki rétt að nota þetta heiti, því þetta voru starfsmenn frétta/áróðursskrifstofa sem hétu Tass og Novosti. Eftir að kalda stríðinu lauk var þessu snimendis hætt, enda vandséð að það hafi haft nokkurn tilgang nema sem liður í einhverjum heimsveldisórum. Þeir sem hafa Lesa meira
Sendiherrafrúin sem lék í stuðmannamynd og vingaðist við Þjóðviljaritstjóra
EyjanPamela Sanders Brement er látin, 79 ára að aldri. Pamela var eiginkona Marshalls Brement sem var sendiherra á Íslandi 1981-1985 Marshall andaðist 2009. Fáir sendimenn á Íslandi hafa notið viðlíka frægðar og þau hjón. Þetta var á tíma glanstímaritanna – sem voru nýung á Íslandi og Brement-hjónin birtust oft á síðum þeirra. Þau voru glæsileg, Lesa meira
Týpur í athugasemdakerfum
EyjanDanski bloggarinn Mads Holger greinir týpurnar í athugasemdum vefmiðla í bloggfærslu hjá Berlingske. Þarna eru Einsmálsmaðurinn, Flokksdindillinn, Meðhlauparinn, Mannætan, Samsæriskenningasmiðurinn, Eltihrellirinn (sem Holger kennir við Simon Wiesenthal), Villuleitandinn, Fávitinn, Hinn frelsaði og Mannhatarinn. Margt af þessu kannast ég við eftir að hafa skrifað á netið í næstum fimmtán ár. Einsmálsmaðurinn fer alltaf að tala um Lesa meira
Ríma um Luis Suarez – eftir Bjarka Karlsson
EyjanHinn feiknarlega bragsnjalli Bjarki Karlsson hefur sett saman rímu um „Lúðvík Sverrisson“, þ.e. Luis Suarez. Þetta er án efa það besta sem hefur verið sagt um málið hér – og í gervallri heimspressunni. Þetta birtist á Facebook – ég tek mér það bessaleyfi að birta þessa kafla úr rímunni. Bjarki tekur fram, í rímunni sjálfri, Lesa meira
Rithöfundar um fótbolta
EyjanKannski er eitthvað til í þessu hjá Oscar Wilde – ekki síst eftir atburði gærdagsins á heimsmeistaramótinu í fótbolta? Fótbolti er leikur fyrir séntilmenn spilaður af dónum, en rugby er leikur fyrir dóna spilaður af séntilmönnum. Þessar myndir eru úr Guardian – hér er rithöfundurinn Julian Barnes sem dreymir um að skrifa skáldsögu um línuvörðinn Lesa meira
Stjórnarskrárnefndin – auðlindaákvæði, framsal valds og þjóðaratkvæðagreiðslur
EyjanÞað var einkennileg ráðstöfun að gera Sigurð Líndal að formann nýrrar stjórnarskrárnefndar. Sigurður er gamall íhaldsamur lögfræðingur sem hefur að mestu leyti verið mótfallinn stjórnarskrárbreytingum. Hann hefur haft mikil áhrif í gegnum tíðina sem kennari í lagadeild Háskólans, en það hefði varla verið erfitt að finna yngri, klárari og betur menntaða lögfræðinga – sem hafa Lesa meira
Stóru liðin detta út – gleði í Grikklandi
EyjanÞað er saga til næsta bæjar að í riðli á heimsmeistaramóti þar sem eru Ítalía, England, Uruguay og Costa Rica skuli það vera Suður- og Mið-Ameríkuliðin sem fari áfram, en hinar miklu knattspynuþjóðir detti út. Uruguay og Costa Rica eru smáríki – afar fámenn. Þá eru fallnar út þær þrjár þjóðir sem hafa hvað sterkasta Lesa meira
Byggingaráform sem vekja ugg
EyjanVið verðum að fara varlega með svæðið í kringum Reykjavíkurhöfn. Hófleg uppbygging er í lagi – og sums staðar eru göt sem þarf að fylla upp í, stór og eyðileg bílastæði, ljótar skemmur. Austurhöfnin auð og ósjarmerandi og það eru reitir í Miðhöfninni þar sem mætti vel byggja. En uppbyggingin verður að taka mið af Lesa meira