Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískustu ummæli aldarinnar á Íslandi
EyjanFastir pennarÞau tíðkuðust breiðari spjótin í samskiptum Davíðs Oddssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar, hvort heldur sem þeir tókust á innan þingsala þar sem skítlegt eðli bar á góma, ellegar að skeytasendingar flugu yfir Skerjafirðinum og lentu jöfnum höndum á Bessastöðum og Stjórnarráðinu eins og hverjar aðrar fýlubombur. Það fyrrnefnda komst í hámæli á sínum tíma þegar Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála
EyjanFastir pennarSú var tíðin að vinstri flokkarnir á Íslandi klofnuðu oftar en þeir voru stofnaðir – og óvinafagnaðurinn sem ríkti þeim megin í pólitíkinni var sérstakt aðhlátursefni manna á meðal, ekki síst á meðal íhaldskarla á landinu sem áttu því láni að fagna að vera innan raða eins og sama flokksins sem hvorki mölur né ryð Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Litla græna hagkerfið sem brennir olíu
EyjanFastir pennarÞað er auðveldara að fá leyfi fyrir dísilrafstöð á Íslandi en grænum og sjálfbærum orkuverum. Landinn er sumsé enn þá af gamla skólanum. Hann keyrir hvern olíutrukkinn af öðrum austur á firði, ríflega sjö hundruð kílómetra leið til að kynda fiskimjölsverksmiðjur með arabísku jarðefnaeldsneyti. Fram undan er enn einn veturinn sem forkólfar sjávarútvegsfyrirtækja neyðast til Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Mælikvarði á samfélag, mælikvarði á þjóð
EyjanFastir pennarÍslendingum finnst sjálfgefið að heilbrigðisþjónusta í útlöndum standi alvarlega veikum börnum þeirra til boða – og gildir einu þótt það kunni að vera í öðrum heimsálfum, svo sem í Bandaríkjunum. Þeir taka ekki annað í mál en að færustu læknar og hjúkrunarfólk á hátæknisjúkrahúsum á erlendri grundu líkni þeim og sinni án nokkurra undanbragða. Og Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Verðlagning á peningum skiptir meginmáli
EyjanFastir pennarEnda þótt Íslendingar hafi aldrei komist almennilega upp á lagið með neytendavernd og verðvitund og jafnvel látið stjórnmálaskoðun sína ráða því hvar þeir kaupa sínar nauðsynjar fremur en hagstæðustu kjörin, þá má loksins greina uppsafnaða ólund á meðal eyjarskeggja í þessum efnum. Og gott ef þolinmæðin er ekki bara brostin, eftir allt sem á undan Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Kúvendingar á hægrivængnum
EyjanFastir pennarSú var tíðin að Sjálfstæðisflokkurinn átti hægri væng stjórnmálanna á Íslandi með húð og hári – og raunar svo mjög að hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af fylgi sínu. Það skilaði sér í kjörkassana í hverjum kosningunum af öðrum eins og hver önnur ósjálfráð hreyfing. Og eftir stóð pattaralegur flokkur afturhaldsins með á að Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt
EyjanFastir pennarÓhætt er að taka undir með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra sem kvaðst í vikunni vera orðinn þreyttur á tuðinu í borgarstjórnarliði Sjálfstæðisflokksins sem hefur hagað sér eins og pólitísk viðundur sem þverskallast við jafnt almæltum tíðindum og almennri skynsemi. Bara til að vera á móti. En dagskipunin er að tregðast við og sýna þverúð. Barasta fara Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Baráttan um hægra fylgið
EyjanFastir pennarSjálfstæðisflokkurinn hefur formlega farið þess á leit að hann verði hægriflokkur. Og það sem meira er, að hann haldi langtum lengra til hægri en hann hefur átt að sér á undanförnum árum. Annað verður ekki lesið út úr orðfæri varaformannsins. Það þurfi að herða tökin. Og er nema von, því flokkurinn hefur setið í svokallaðri Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Alþýðlegi forsetinn kveður embættið
EyjanFastir pennarÞað er eftirsjá að Guðna Th. Jóhannessyni á forsetastóli, og þá ekki síður eiginkonu hans, Elizu Reid, sem staðið hefur vaktina með manni sínum á aðdáunarverðan máta. Forsetamyndin af þeim hjónum hefur verið mild og án tildurs, trúverðug og heiðarleg. Og þannig mun hún lifa í huga þjóðarinnar um ókomin ár. Veldur hver á heldur, Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Það er tímabært að meirihlutinn ráði
EyjanFastir pennarÞað er í senn eðlilegt og ögrandi að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar kalli eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hún er einfaldlega að svara kalli þjóðarinnar. Og raunar áköfu ákalli, eins og margar og síendurteknar skoðanakannanir sýna. En hún er um leið að koma við kaunin á flokksforkólfum sem þora ekki að Lesa meira