„Fullkomin árás“ segir majór um sprenginguna á Kerch-brúnni
FréttirKerch-brúin, sem tengir Krím við meginland Rússlands, er eiginlega sjálft tákn innlimunar Krímskagans í Rússland. Sprengingin á brúnni á laugardaginn særir því stolt Rússa og þá sérstaklega Vladímír Pútíns, forseta, sem hafði sjálfur yfirumsjón með byggingu hennar en verkið fól hann æskufélaga sínu frá St Pétursborg án útboðs. Alexander Tetzlaff, majór og hernaðarsérfræðingur hjá miðstöð hernaðarrannsókna við Kaupmannahafnarháskóla, segir að sprengingin geri Lesa meira
Rússar hyggjast flytja 40.000 manns frá Kherson
FréttirRússneska hernámsliðið í Kherson og embættismenn í héraðinu eru nú að undirbúa brottflutning allt að 40.000 íbúa frá héraðinu til Krím og Rússlands. Sky News skýrir frá þessu og segir að Vladimir Saldo, æðsti embættismaður leppstjórnar Rússar í héraðinu, hafi tilkynnt að héraðsstjórar á Krím, Kransodar, Krai, Stavropol Krai og Rostov Oblast hafi samþykkt að taka við allt að 10.000 manns. Þetta kemur fram í stöðumati hugveitunnar Institute for the Study of War. Saldo er sagður Lesa meira
Segir auknar líkur á að Pútín beiti kjarnorkuvopnum eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi
FréttirÞeim mun meira landi, sem Úkraínumenn ná úr klóm rússneska innrásarliðsins, þeim mun meiri líkur eru á að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, grípi til kjarnorkuvopna. Þetta er mat Arseniy Yatsenyuk, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu. Í samtali við Sky News sagði hann að „blekkingar og lygar“ væru orðnir eðlilegir hlutir fyrir Pútín og þörf sé á „sterkum og Lesa meira
Segir að Rússar séu að verða uppiskroppa með vopn
FréttirRússar eru að verða uppiskroppa með vopn til að nota í stríðinu í Úkraínu og kostnaðurinn við stríðið er „gífurlegur“ hvað varðar mannfall og tækjabúnað. Þetta mun Sir Jeremy Fleming, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar GCHQ, segja í ræðu sem hann flytur hjá the Royal United Services Institute (RUSI) í Lundúnum í dag. Sky News skýrir frá þessu. Fleming mun einnig segja að ákvarðanataka Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, hafi verið „ófullkomin“ í kjölfar þess Lesa meira
Danskir hermenn þjálfa úkraínska hermenn í Bretlandi
FréttirUm helgina byrjuðu 65 danskir hermenn að þjálfa um 200 verðandi úkraínska hermenn í Bretlandi. Þeir munu á næstunni fá kennslu í grundvallaratriðum hermennsku. Danski herinn skýrði frá þessu á Twitter. Meðal þess sem úkraínsku nýliðarnir læra er skyndihjálp og meðferð vopna auk kennslu í þeim lögum og reglum sem gilda í stríði. Þjálfunin fer fram Lesa meira
Segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í gær merki um enn harðara stríð
FréttirEftir að öflug sprenging varð á Kerch-brúnni, sem tengir Krím við meginland Rússlands, á laugardaginn var beðið eftir hver viðbrögð Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, yrðu. Þau komu svo í gærmorgun þegar Rússar létu flugskeytum rigna yfir nokkrar úkraínskar borgir. Alls skutu þeir 83 flugskeytum á borgirnar. Úkraínsk loftvarnarkerfi grönduðu 41 áður en þau náðu að skotmörkum sínum. Danska ríkisútvarpið Lesa meira
Segir að Pútín sé að missa tökin á valdataumunum
FréttirVladímír Pútín, Rússlandsforseti, er að missa tökin á valdataumunum í Rússlandi. Þetta sagði Mikhail Khodorkovsky, fyrrum olígarki og andstæðingur Pútíns í samtali við CNN. Hann segir að sprungur séu farnar að myndast í stoðum valdakerfis Pútíns í kjölfar herkvaðningarinnar þar sem 300.000 karlar verða kallaðir í herinn til að berjast í Úkraínu. Khodorkovsky sagði að ákvörðunin hafi klofið þá sem styðja stríðið og þá sem eru Lesa meira
Segir þetta vera ástæðurnar fyrir að Pútín muni ekki nota kjarnorkuvopn
FréttirSteven Pifer, greinandi og fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, segist sannfærður um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, „vilji ekki kjarnorkustríð“. Hann segir að Kremlverjar „vilji að Úkraína og Vesturlönd trúi að Rússland sé reiðubúið í kjarnorkustríð til að ógna þeim“. Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir Pifer að Pútín tali oft um kjarnorkuvopn, meira að segja þegar hann er ekki að hafa í hótunum. Hann Lesa meira
Hleruð samtöl rússneskra hermanna vitna um lítinn baráttuanda – „Pútín er fáviti“
FréttirRússneskir hermenn hringja heim til Rússlands frá vígvöllunum í Úkraínu og segja ættingjum sínum og vinum frá morðum á óbreyttum borgurum, ránum og rupli og vonleysi. Mörg þúsund símtöl hafa verið hleruð og hefur The New York Times birt sumar af þessum upptökum. Snemma í stríðinu var ljóst að rússnesku hersveitirnar glímdu við lítinn baráttuanda, vanda við að fá nægar Lesa meira
Segir að rússneskar hersveitir verði fljótlega uppiskroppa með eldsneyti
FréttirÍ kjölfar þess að Kerch-brúin, á milli Krím og meginlands Rússlands, var sprengd á laugardaginn verða rússneskar hersveitir fljótlega uppiskroppa með eldsneyti. Þetta sagði Forbes McKenzie, sérfræðingur í greiningu leyniþjónustuupplýsinga, í samtali við Sky News. Hann sagði að rússneskar hersveitir verði fljótlega komnar niður á síðustu eldsneytisdropana og geti ekki flutt hersveitir sínar til í Úkraínu. „Ef við Lesa meira
