14 ára gömul upptaka setur rússneskan áróðursmeistara í vanda – „Það sem meira er, ég get ekki ímyndað mér meiri glæpamann“
FréttirMyndband hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum síðustu klukkustundir af Vladimir Solovyov, áróðursmeistara Kremlverja, þar sem hann ræddi við áhorfendur í rússnesku leikhúsi fyrir 14 árum. Þá sagði hann að það að fara í stríð við Úkraínu „væri versti glæpurinn sem hægt sé að ímynda sér“. Á upptökunni heyrist Solovyov, sem er harður stuðningsmaður Pútíns, segja að það verði „aldrei“ Lesa meira
Biden segir að Pútín sé venjulega skynsamur en hafi misreiknað sig – Bandaríkin leita að „afrein“ fyrir hann
FréttirHvað viðkemur stríðinu í Úkraínu þá misreiknaði Pútín sig að mati Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Hann segist telja að Pútín sé venjulega skynsamur en hafi misreiknað sig illilega varðandi möguleikann á að hernema Úkraínu. Þetta sagði Biden í viðtali við CNN í gær. „Ég held að hann sé skynsamur maður sem hafi misreiknað sig illilega,“ sagði Biden um Pútín. Nýlega sagði Biden að bandarísk stjórnvöld væru að leita eftir „afrein“ fyrir Pútín svo hann geti Lesa meira
Zelenskyy segir að 20 rússneskar stýriflaugar hafi verið skotnar niður
FréttirVolodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði í færslu á Telegram að úkraínski herinn hafi skotið 20 rússneskar stýriflaugar niður í gær. Í heildina hafi Rússar skotið 28 flaugum á skotmörk í Úkraínu í annarri bylgju árása sinna. Sky News skýrir frá þessu og segir að forsetinn hafi sagt að endurreisnarstarfið eftir árásirnar gangi hratt og vel. Ef ekki hefði komið til Lesa meira
Skiptust á stríðsföngum
Fréttir32 úkraínskir stríðsfangar sneru heim í gær þegar Úkraína og Rússland skiptust á stríðsföngum. Háttsettur úkraínskur embættismaður skýrði frá þessu að sögn Reuters. Meðal þeirra sem voru látnir lausir eru foringjar úr úkraínska hernum og óbreyttir hermenn. Allir voru þeir teknir höndum á stöðum þar sem hart var barist. Andriy Yermark, starfsmannastjóri úkraínska forsetaembættisins, skrifaði á Twitter að margra Lesa meira
Segir að haukarnir í Kreml pressi á Pútín
FréttirHáttsettir aðilar í stjórn Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, krefjast öflugra viðbragða við árásinni á Krech-brúna á laugardaginn. Bæði á mánudaginn og í gær vöknuðu margir Úkraínumenn upp við loftvarnaflautur þegar Rússar skutu stýriflaugum á margar borgir. Á mánudaginn sagði Pútín að árásirnar væru hefnd fyrir sprenginguna á Krech-brúnni á laugardaginn. Hann hefur sakað Úkraínumenn um að hafa staðið á bak við hana. Alexander Høgsberg Tetzlaff, majór og hernaðarsérfræðingur Lesa meira
Undirbúa hvítrússneska herinn fyrir stríð
FréttirHvítrússneska varnarmálaráðuneytið er nú að fara yfir stöðu mála hjá her landsins til að ganga úr skugga um að hann sé tilbúinn í stríð. CNN skýrir frá þessu. Í gær tilkynntu hvítrússnesk yfirvöld að þau séu reiðubúin til að senda hersveitir til Úkraínu í samvinnu við Rússa til að „verjast“ og tryggja „öryggi“ landsins. Ekki var Lesa meira
Segir líklegt að stríðið í Úkraínu muni verða „barátta kynslóða“ og hugsanlega „eilífðarstríð“
FréttirÍ gær sat Michael Clarke, varnarmálasérfræðingur og fyrrum forstjóri Royal United Services Institute, fyrir svörum hjá Sky News og gat almenningur spurt hann spurninga um stríðið í Úkraínu. Meðal þess sem hann var spurður að, var hvort hann telji að Úkraína muni sigra í stríðinu og hvaða lausn sé líkleg til að binda endi á Lesa meira
„Við munum drepa eina milljón eða fimm milljónir – Við getum eytt ykkur öllum“
Fréttir„Við getum eytt ykkur öllum.“ Þetta sagði Pavel Gubarev, sem lýsti sjálfan sig héraðsstjóra í Donetsk, í upptöku sem hefur verið birt á Twitter. Þar segir hann að hersveitir hans muni drepa eins marga Úkraínumenn og þörf sé á að drepa: „Við komum til að sannfæra ykkur, ekki til að drepa. En ef þið viljið ekki að við breytum Lesa meira
„Heimsendahershöfðinginn“ og Lukashenko eiga að beygja Úkraínu
FréttirEftir stýriflaugaárásir Rússa á borgir í Úkraníu í gær og fyrradag er þeirri spurningu ósvarað hverju Pútín sé að reyna að ná fram með því að ráðast almenning og innviði? Hluta af svarinu er líklega að finna í tilnefningu Sergey Surovkin sem æðsta yfirmanns heraflans í Úkraínu. „Heimsendahershöfðinginn“ eins og hermenn hans kalla hann er þekktur sem miskunnarlaus herforingi sem ber meðal annars Lesa meira
Segir að örvænting breiðist út innan rússneska hersins og rússneska samfélagsins
FréttirÍ gær ræddi Jeremy Fleming, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar GCHQ, við Today þátt BBC4 um stríðið í Úkraínu. „Við teljum að Rússar séu að verða uppiskroppa með skotfæri, þeir eru að minnsta kosti að verða uppiskroppa með vini,“ sagði hann. „Við höfum séð, vegna herkvaðningarinnar, að þeir eru að verða uppiskroppa með hermenn. Svo ég held að svarið sé augljóst, Rússar og rússneskir Lesa meira
