Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“
FréttirSamgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega í flugi Play frá Kaupmannahöfn til Íslands í mars síðastliðnum. Gerðu farþegarnir sem virðast hafi verið tveir að ferðast saman alvarlegar athugasemdir við undirbúning Play fyrir lendingu flugsins en vegna veðurs sátu farþegar fastir um borð í um fjóra klukkutíma, eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Kemur fram í kvörtuninni að annar Lesa meira
Play hlýtur sjálfbærniásinn annað árið í röð
EyjanAnnað árið í röð finnst Íslendingum Play vera það flugfélag sem hefur jákvæðustu áhrifin á samfélagið. PLAY hafnaði í fyrsta sæti í flokki flugfélagi í Sjálfbærniásnum sem var veittur í vikunni en niðurstöðurnar eru byggðar á könnun sem fyrirtækin Prósent, Langbrók og Stjórnvísi leggja fyrir almenning. Kannaður var hugur almennings til á sjötta tug fyrirtækja Lesa meira
Stjórnarformaður Play bendir á sláandi mun – Ríkið kaupir miklu fleiri flugmiða af Icelandair
Fréttir„Allir hljóta að sjá að það er kominn tími til þess að innkaupum ríkisins á þessu sviði verði komið í farveg sem telst sanngjarn og eðlilegur gagnvart þeim sem starfa á samkeppnismarkaði,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og stjórnarformaður Play, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í grein sinni er Sigurður Kári afar gagnrýninn á Lesa meira
Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“
FréttirFlugi Play frá Billund í Danmörku í dag hefur verið aflýst vegna bilunar í vél. Play segir að farþegar fái fulla endurgreiðslu. Nokkur umræða hefur skapast um þetta á meðal Íslendinga í Danmörku enda áramótin í húfi fyrir fólk. Flugið átti að vera klukkan 11:30 í dag. Gremst fólki að hafa ekki verið útvegað annað Lesa meira
Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
FókusFlugfélagið PLAY kom farþegum sínum heldur betur á óvart á dögunum með óvæntu jólaflugi. Um var að ræða flug frá Kaupmannahafnar til Keflavíkur og var meirihluti farþeganna um borð Íslendingar. Farþegarnir vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar jólasveinn mætti skyndilega til leiks, þeim yngstu til mikillar hamingju. Farþegum var boðið uppá Malt og Lesa meira
Play kynnir nýjan áfangastað: Stórfengleg matarmenning og fallegar strendur
FréttirFlugfélagið Play hefur kynnt nýjan áfangastað og verður fyrsta flugið farið þann 24. maí næstkomandi. Um er að ræða spænsku borgina Valencia og verður flogið á þriðjudögum og laugardögum fram til 29. september næstkomandi. Valencia verður níundi áfangastaður Play á Spáni en fyrir flýgur félagið til Alicante, Barcelona, Fuerteventura, Gran Canaria, Madríd, Malaga, Mallorca og Tenerife. „Borgin státar af undurfögrum arkitektúr sem er auðséð á dómkirkju borgarinnar og hinu heimsfræga Lista- og Lesa meira
PLAY bætir við sig portúgalskri perlu
EyjanFlugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til borgarinnar Faro í Portúgal. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fyrsta flugið verður laugardaginn 12. apríl, í tæka tíð fyrir páska á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku á laugardögum og miðvikudögum til 29. október. Faro er höfuðborg Algarve-héraðs og er flugvöllurinn í um 15 Lesa meira
Rukkuð af tilefnislausu fyrir handfarangur um borð í vél Play – Ekki leiðrétt fyrr en opinberað á samfélagsmiðlum
FréttirÍslendingar á heimleið frá Portúgal voru óvænt rukkaðir um 180 evrur þegar þeir stigu inn í flugvél Play fyrir skemmstu. Ástæðan var sögð sú að töskurnar væru á hjólum. Það þyrfti að borga sérstaklega fyrir þannig tösku. Play segir málið mistök og hefur endurgreitt fólkinu. Maður að nafni Árni Árnason lýsti þessu á samfélagsmiðlum í gær en ferðin var Lesa meira
Flugumferðarstjórar sagðir vilja fá 25% launahækkun
FréttirFlugumferðarstjórar eru sagðir krefjast 25% launahækkunar í kjaradeilu sinni við Isavia. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og kveðst hafa heimildir fyrir þessu. Greint var frá því í gær að heildarlaun flugumferðarstjóra á síðasta ári, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, hafi numið 1.584 þúsund krónum að meðaltali á mánuði. Er þá átt við laun fyrir umsaminn dagvinnutíma Lesa meira
PLAY tekur flugið á TikTok – 2 milljónir hafa horft á dansmyndband áhafnarmeðlima
FókusFlugfélagið PLAY hefur sannarlega slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok með skemmtilegum myndböndum. Hátt í tvær milljónir hafa séð nýjasta myndband flugfélagsins á TikTok þar sem áhöfnin reimar á sig dansskóna fyrir neðan myndavél sem hengd var í loftið. Myndbandið er eitt af mörgum sem félagið hefur sent frá sér á TikTok nýverið sem hefur Lesa meira