Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanOrðið á götunni ert að Staksteinum sé æði oft kastað úr glerhúsi. Staksteinar er ritstjórnardálkur hjá Morgunblaðinu og flytur því boðskap ritstjórnar blaðsins. Í gær útnefndi þessi ritstjórnardálkur miðilinn DV sem „flokksmálgagn Viðreisnar.“ Þetta fannst okkur á DV skemmtilegt enda kannast enginn á ritstjórn DV eða stjórn útgáfufélags okkar við að DV sé flokksmálgagn eins Lesa meira
Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
EyjanJón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur vakið mikla athygli síðan að hann kom inn á þing, aðallega fyrir undarlega framkomu, farsakenndar ræður um plasttappa og að hafa verið einn þeirra þingmanna sem gekk hvað lengst í að málþæfa frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda á Alþingi. Þar hefur málflutningur hans að miklu leyti snúist um þróun hlutabréfaverðs Lesa meira
Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
EyjanAthygli vakti í gær að Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, birti færslu á Facebook í gær og sór af sér þátttöku í málþófi stjórnarandstöðunnar gegn veiðigjaldafrumvarpinu. Orðið á götunni er að Halla Hrund hafi að sönnu haldið sig til hlés í samanburði við marga félaga sína í stjórnarandstöðunni en engu að síður virðist hún hafa Lesa meira
Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
EyjanÁ lokametrum þinghalds og eftir að þingi var slitið í gær hafa Sjálfstæðismenn haft uppi stór orð og hótanir. Formaður og þingflokksformaður ná ekki upp í nefið á sér yfir því að þolinmæði þingmeirihlutans skuli loks hafa brostið eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu beitt málþófi í 160 klukkustundir í eitthvað á fjórða þúsund ræðum, og Lesa meira
Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanRíkisstjórnin sýndi styrk sinn og kom í veg fyrir að stjórnarandstaðan á Alþingi gæti í raun beitt neitunarvaldi þó að hún hafi engan þingstyrk til að ráða för. Það var ekki eftir neinu að bíða enda var málþóf stjórnarandstöðunnar komið út í algerar öfgar, orðið Íslandsmet í rugli og hefur valdið þjóðinni ómældum leiðindum og Lesa meira
Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanOrðið á götunni er að full þörf sé að hafa virkt eftirlit með því hvort þingmenn á hinu háa Alþingi vinni fyrir kaupinu sínu. Samkvæmt lögum ber alþingismönnum að mæta í vinnuna þegar þing en í 1. mgr. 65. gr þingskapalaga segir: „Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna Lesa meira
Orðið á götunni: Landslið á endastöð – hver verður nýr þjálfari landsliðsins?
EyjanÞó svo að leitt sé að viðurkenna það er landslið kvenna í knattspyrnu á endastöð eftir að hafa brotlent á EM í vikunni. Ísland hefur ekki unnið neina mikilvæga leiki í mörg ár þrátt fyrir að hafa verið með góðan hóp snjallra leikmanna og reyndan þjálfara sem gerði vel hjá Breiðabliki. Sumir leikmenn íslenska liðsins Lesa meira
Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanOrðið á götunni er að jarðarfararstemning sé nú í Valhöll við Háaleitisbraut. Ný skoðanakönnun Maskínu sem framkvæmd fyrir DV sýnir að fylgi flokksins í Reykjavíkurborg hefur hrapað á skömmum tíma og er Samfylkingin nú langstærsti flokkurinn í borginni. Fylgisaukning sem mældist í síðustu könnun er gufuð upp og tapar flokkurinn 6,3 prósentustigum milli kannana, mælist Lesa meira
Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
EyjanOrðið á götunni er að vandræðagangurinn við að semja um þinglok milli stjórnar og stjórnarandstöðu stafi öðru fremur af því að mikil sundrung er í röðum stjórnarandstöðunnar og fullkomin ósamstaða þegar kemur að áherslum og forgangsröðun. Nú virðist eitthvað hafa rofað til með þinglokasamninga en orðið á götunni er að enn sé samt allt í Lesa meira
Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
EyjanOrðið á götunni er að andrúmsloftið í þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Smiðju Alþingis sé í súrara lagi. Þeir halda nú uppi miklu málþófi í þágu stórútgerðarinnar og virðast sumir þingmenn keppast við að tala sem oftast þó að þeir hafi ekkert að segja á meðan aðrir þingmenn flokksins reyna að spara raddböndin betur og hafa eitthvað Lesa meira
