Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanEftir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor gæti Sjálfstæðisflokkurinn endað valdalaus í minnihluta í nær öllum helstu sveitarfélögum landsins ef úrslitin verða eitthvað í námunda við þær skoðanakannanir sem birtar hafa verið í sumar. Orðið á götunni er að núverandi ríkisstjórnarflokkar gætu fengið meirihluta í öllum stærri sveitarfélögum landsins, að Garðabæ einum undanskildum. Þá er um að ræða Lesa meira
Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
EyjanHagfræðingar bankanna keppast nú við að slá því föstu að vextir lækki ekki meira á þessu ári. Nefnt er til sögunnar að verðbólga mælist of há og því verði áfram að beita mjög virku aðhaldi á hagkerfið með háum raunvöxtum. Raunstýrivextir nú eru 3,5 prósent en raunvextir á lánum sem heimilum og fyrirtækjum standa til Lesa meira
Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
EyjanFlestum er í fersku minni hið gegndarlausa málþóf sem stjórnarandstaðan viðhafði í veiðigjaldamálinu í vor og langt fram á sumar. Margir hafa velt fyrir sér hvað stjórnarandstöðuþingmönnum gekk til og ýmsar kenningar verið á lofti í þeim efnum. Einna helst hefur verið talið að ítök stórútgerðarinnar innan stjórnarandstöðuflokkanna séu svo alger að á þeim bæjum Lesa meira
Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanÞað er ekki björgulegt útlitið hjá Framsóknarflokknum um þessar mundir. Í þingkosningunum á síðasta ári þurrkaðist flokkurinn út á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt skoðanakönnunum eru horfur á að flokkurinn þurrkist út úr borgarstjórn næsta vor og yrðu þingkosningar núna næði flokkurinn tveimur kjördæmakjörnum þingmönnum í Norðaustur- og Suðurkjördæmum en félli undir fimm prósenta lágmarkið til að Lesa meira
Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
EyjanOrðið á götunni er að ritstjóri Morgunblaðsins hafi toppað sjálfan sig í ósmekklegheitum með leiðara blaðsins í gær. Þarf þó mikið til vegna þess að leiðararnir hafa margir verið ærið steiktir, svo ekki sé fastar kveðið að orði. Má sem dæmi nefna leiðarann sem birtist á þriðjudag þar sem leiðarahöfundur tók undir samsæriskenningar villta hægrisins Lesa meira
Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
EyjanOrðið á götunni er að almenningur sé búinn að fá sig fullsaddan af tíðum og kjánalegum upphlaupum og upphrópunum stjórnarandstöðunnar. Í veiðigjaldamálinu gekk stjórnarandstaðan gersamlega fram af fólki með Íslandsmeti í málþófi. Ræður stjórnarandstæðinga voru þar svo innihaldslausar að flestir töldu að ekki væri hægt að toppa sig á því sviði. Orðið á götunni er Lesa meira
Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanOrðið á götunni er að sorg og eftirsjá sumra fyrrverandi ráðherra, sem nú eru í áhrifalítilli stjórnarandstöðu sé áþreifanleg þessa dagana. Með harmrænum hætti horfa þeir brostnum augum aftur til fortíðar og grípa hvert tækifæri til að tjá sig opinberlega um um eftirmenn sína á ráðherrastólum og finna þeim allt til foráttu. Einna mest áberandi Lesa meira
Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
EyjanNý og stór skoðanakönnun Maskínu sem tekin var eftir að málþófinu um veiðigjöldin lauk sýnir að kjósendur vilja refsa stjórnarandstöðunni fyrir hið innihaldslausa og kjánalega málþóf sem flokkarnir stóðu fyrir og settu Íslandsmet. Fyrir þetta færa kjósendur þeim engar þakkir. Skoðanakönnunin sýnir áframhaldandi gríðarlegt flug á fylgi Samfylkingarinnar og einnig að fylgi Viðreisnar hefur aukist Lesa meira
Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
EyjanOrðið á götunni er að fáir botni nú mikið í stjórnarandstöðunni sem í stað þess að hvíla lúin málbein eftir strangt þing og Íslandsmet í málþófi hefur áfram allt á hornum sér og sér samsæri í hverju horni. Flestir hristu höfuðið í vantrú þegar fulltrúar stjórnarandstöðunnar hófu að teikna upp þá samsæriskenningu að heimsókn Ursulu Lesa meira
Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanOrðið á götunni ert að Staksteinum sé æði oft kastað úr glerhúsi. Staksteinar er ritstjórnardálkur hjá Morgunblaðinu og flytur því boðskap ritstjórnar blaðsins. Í gær útnefndi þessi ritstjórnardálkur miðilinn DV sem „flokksmálgagn Viðreisnar.“ Þetta fannst okkur á DV skemmtilegt enda kannast enginn á ritstjórn DV eða stjórn útgáfufélags okkar við að DV sé flokksmálgagn eins Lesa meira
