Mesti skúlptúristi í heimi
EyjanFrægasti listgagnrýnandi heims, Ástralíumaðurinn Robert Hughes, skrifar um sýningu Richards Serra í Guggenheimsafninu í Bilbao í Guardian og segir að hann sé besti núlifandi skúlptúristinn í heiminum, sá eini sem getur talist mikill myndhöggvari nú í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Hughes telur að loks sé komin sýning í þetta fræga safn sem getur skyggt Lesa meira
Íslenska undrið?
EyjanÍslendingar eru mikið í fréttunum í Bretlandi. Í gær sá ég á vefnum frétt af Stöð 2 um þátt sem gerður var um Jón Ásgeir í Bretlandi, orð hans um stjórnmálalífið á Íslandi og svo viðbrögð Davíðs Oddssonar við þeim. Þau styrktu mig frekar í þeirri trú að Davíð væri á leið út úr pólitík Lesa meira
Sumarbókmenntir
EyjanEinu sinni hafði ég Ulysses með mér í sumarfrí – ásamt með tilheyrandi uppflettiritum. Náði næstum að klára hana. Nokkrum árum síðar Moby Dick. Ég hallast að því að það sé mesta skáldsaga sem hefur verið skrifuð. Átján ára las ég Karamazov-bræðurna í miklum hitum Suður-Frakklandi. Kynntist þar amerískri stelpu, Lucy frá Idaho. Lá þunglyndur Lesa meira
Húsnæðisbólan að springa
EyjanThe Economist segir að stærsta bóla sögunar sé um það bil að springa. Þetta er hækkun á húsnæðisverði sem hefur verið nánast linnulaus víða í heiminum undanfarin ár. En nú segir blaðið að reikningsskilin séu nærri; þeim mun stærri sem bólan sé, þeim mun erfiðari verði eftirleikurinn. Merki eru um að húsnæðisverð sé á niðurleið Lesa meira