Morðið við Fjarðarkaup – Þingfesting verður lokuð
FréttirÞingfesting næsta föstudag á ákæru vegna morðsins á Bartlomiej Kamil Bielenda verður lokuð. Er það samkvæmt ákvörðun Jónasar Jóhannssonar dómara við Héraðsdóm Reykjaness vegna ungs aldurs sakborninganna. RÚV greinir frá og segir dómari í svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að þar sem þrír af fjórum sakborningum í málinu séu undir 18 ára aldri og teljist því Lesa meira
Drengurinn fundinn
FréttirDrengurinn sem lögreglan lýsti eftir fyrr í dag er fundinn heill á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð.
Ingunn safnar fyrir útfararkostnaði ömmubarnsins sem var skotin til bana aðeins 23 ára að aldri – „Sársaukinn óbærilegur“
FréttirIngunn Ása Ingvadóttir hefur komið af stað söfnun fyrir útfararkostnaði, en barnabarn hennar, Iyanna Brown, var skotin til bana í Detroit í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Hún var aðeins 23 ára að aldri. Fjölskyldan er harmi slegin, en lögregla hefur sem stendur engan grunaðan um ódæðið. Ingunn segir að Iyanna hafi verið falleg sál, fyndin, vel Lesa meira
Ung íslensk kona skotin til bana í Detroit
FréttirUng íslensk kona var skotin til bana í Detroit í Michigan-fylki síðastliðinn fimmtudag. Unga konan, sem á íslenska móður og bandarískan föður, var fædd árið 2000. Hún var því 23 ára gömul þegar hún lést. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum var konan stödd í bifreið á Binder-stræti í Detroit rétt eftir miðnætti aðfaranótt 13. júlí þegar hún Lesa meira
Fjögur ungmenni ákærð vegna morðsins á Bartlomiej Kamil Bielenda
FréttirFjögur ungmenni hafa verið ákærð vegna morðsins á hinum 27 ára gamla Bartlomiej Kamil Bielenda þann 20. apríl síðastliðinn við Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára eru ákærðir fyrir að hafa banað Bartlomiej á bílastæðinu við Fjarðarkaup og sautján ára stúlka er ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Lesa meira
Sveddi tönn ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða glæpastarfsemi
FréttirSverrir Þór Gunnarsson, Sveddi tönn, hefur verið ákærður af ríkissaksóknara í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða glæpastarfsemi. Vísir greinir frá og hefur gögn dómsyfirvalda í Brasilíu undir höndum. Fyrirtaka var í málinu 3. júlí fyrir dómstól í Rio de Janeiro þar sem sönnunargögn voru lögð fram. Samkvæmt téðum gögnum var máli Sverris Þórs vísað Lesa meira
Fékk sér kókaín með morgunmatnum
FréttirÖkumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í hverfi 110, en sá sagðist hafa neytt kókaíns með morgunverðinum, eins og segir í dagbók lögreglunnar eftir næturvaktina.. Þá kom einnig í ljós að ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað ekið bifreið sviptur. Sá var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Óskað var eftir aðstoð Lesa meira
Í annarlegu ástandi eftir að hafa rænt ferðamann
FréttirNóg var að gera á kvöld- og næturvakt lögreglunnar að vanda. Í umdæmi Austur-/Mið- og Vesturbæjar/Seltjarnarnes var tilkynnt var um einstakling í annarlegu ástandi í hverfi 104. Við nánari skoðun kom í ljós að sá samsvaraði lýsingu á einstakling sem framdi rán ásamt þremur öðrum fyrr um daginn. Þar veittust fjórir einstaklingar að erlendum ferðamanni Lesa meira
Morðið í Drangahrauni – Jaroslaw hafði búið mjög lengi á Íslandi og naut virðingar
FréttirJaroslaw Kaminski, pólski maðurinn sem stunginn var til bana í leiguherbergi að Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní síðastliðinn, hafði búið mjög lengi á Íslandi og átti djúpar rætur í samfélaginu. Hann var vel liðinn á Íslandi og naut virðingar. Jaroslaw hefur búið á Íslandi allar götur frá því 2009 eða lengur. Hann var giftur Lesa meira
Lögregluaðgerð í Reykjanesbæ – „Sagði að lögreglan væri búin að loka götunum hérna í kring út af vopnuðum manni“
FréttirLögregluaðgerð stendur yfir við Vatnsnesveg í Reykjanesbæ. Hefur hið minnsta fjórum götum verið lokað: Vatnsnesvegi, Hafnargötu, Framnesvegi og Básvegi. „Götur við Vatnsnesveg eru lokaðar á þessari stundu og biðjum við vegfarendur um að virða lokanir. Þær götur sem lokanir hafa áhrif á eru Vatnsnesvegur, Hafnargata, Framnesvegur og Básvegur svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningu Lesa meira