Krummi flytur ábreiðu af lagi konungsins
22.07.2018
Krummi Björgvinsson var gestur í brúðkaupi vinahjóna sinna á laugardag. Við athöfnina í kirkjunni flutti hann ábreiðu af lagi Elvis Presley I Can´t Help Falling in Love. Á gítarinn spilar Bjarni M. Sigurðarson. Við óskum ykkur fagurs sunnudags með þessum fallegu tónum.
Krummi kátur – Leyfið komið í hús
29.06.2018
Veganæs, vegan matsölustaður á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum) mun opna í næstu viku, en tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson deilir því á Facebooksíðu sinni að leyfið sé komið í hús. Veganæs hefur loksins fengið starfsleyfi og stefnan er að opna fyrir viðskipti á næstu dögum um leið og Reykjavík Fringe Festival hefst. „Þvílík hamingja og spennufall,“segir Lesa meira