Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennarÍ samfélagi þar sem aðeins fimmtungur ungmenna hefur ráð á að koma sér þaki yfir höfuðið er ástæða til að staldra við. Vel fer raunar á því að skammast sín um stund fyrir þá pólitísku afleiki sem eru að baki í málaflokknum. Þar blasa við fingurbrjótar á borð við gjaldþrota séreignarstefnu og gersamlega stjórnlausa braskvæðingu Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
EyjanFastir pennarSvarthöfði hefur verið hugsi síðan hann las grein í Viðskiptamogganum í síðustu viku eftir fyrrverandi háskólakennara í hagfræði, sem fyrir alllöngu er hættur störfum sökum aldurs. Í greininni fjallar öldungurinn um peningastefnu Seðlabankans, orsakir hennar og afleiðingar og helst er á honum að skilja að við Íslendingar séum pikkfastir í hringavitleysu, eða öllu heldur vítahring. Lesa meira
Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
EyjanFastir pennarÞað vakti athygli þegar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra tilkynnti nýlega að fjórum erlendum sérfræðingum hefði verið falið að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Þessu skrefi ber að fagna. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Nokkrar innlendar skýrslur hafa verið gerðar Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennarMesta efnahagsbót aldarinnar fyrir íslenska þjóð er upptaka evru. Nýr og sterkur gjaldmiðill felur í sér stærstu framlög sem nokkru sinni hafa þekkst til kjarasamninga á vinnumarkaði. Hér er enda um að ræða kaupmáttartækifæri sem á ekki sinn líka í Íslandssögunni. Hagræðingin stafar af langtum lægri vöxtum en landsmenn eru vanir. Áratugum saman hefur vaxtastig Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
EyjanFastir pennarÁbatasamasta hagræðingaraðgerð sem hugsast getur í íslensku hagkerfi er upptaka evru, en eins og skrifari þessara orða minntist á í síðasta pistli sínum, fyrir réttri viku, myndi árlegur sparnaður A-hluta ríkissjóðs nema öllum launakostnaði Landspítalans, en þar vinna 5000 manns. Þá er ónefndur ábatinn fyrir annan ríkisrekstur, stofnanir, sveitarfélög, atvinnulífið og félagasamtök, að ógleymdum heimilum Lesa meira
Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
EyjanÍslenska krónan kostar venjulegt íslenskt heimili 200 þúsund krónur í hverjum einasta mánuði. Vaxtamunurinn milli Íslands og evrusvæðisins er um 4,5 prósent, sé horft til meðaltals síðustu 20 ára, og íslenskt heimili með 50 milljóna húsnæðislán borgar því um 200 þúsund krónum meira á mánuði en heimili á evrusvæðinu. Þetta kemur fram í pistli Sigmundar Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur
EyjanFastir pennarÞað var ánægjulegt að verða vitni að því að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar landsmanna var að leita til almennings um sparnaðarráð í opinberum rekstri. Og það stóð ekki á svari fólksins í landinu, svo og félagasamtaka og stofnana. Þúsundir tillagna bárust, af allra handa tagi. Þetta er vel af því að eitt mikilvægasta verkefni ríkisins Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland
EyjanFastir pennarÍslendingar eru þjóða vanastir sveiflum af öllu tagi, og má þar nefna fiskgengd, grassprettu og viðkomu villtra dýrastofna, að ekki sé nú talað um blessað norðurhjaraveðrið, en þess utan byltir náttúran sér reglulega með oft og tíðum hrikalegum afleiðingum svo jafnvel fólk í öðrum álfum þarf að fresta ferðum og flugi. Og allt er þetta Lesa meira
Thomas Möller skrifar: Færeyjar – Ísland: 14-2
EyjanÁ netinu kemur fram að Ísland og Færeyjar hafa mæst 25 sinnum í knattspyrnu. Ísland hefur unnið 23 leiki, Færeyjar einn og einn hefur endað með jafntefli. Yfirburðir okkar leikmanna í knattspyrnu eru miklir. Það var súrt að tapa fyrir Tyrkjum í gær 4-2. Enn súrara var þegar Danir unnu okkur fjórtán-tvö um árið. En Lesa meira
Þórólfur Matthíasson: Krónan er óhreint blóð í efnahagskerfinu – fullreynt með hana
EyjanKrónan er mengað blóð í efnahagskerfinu hér á landi og gerir okkur erfiðara fyrir og heldur uppi hærri þrýstingi í kerfinu en þyrfti að vera. Það er ekki í erfðaefni okkar Íslendinga að lifa við óstjórn. Eftir heila öld er fullreynt með íslensku krónuna, sem á þeim tíma er orðin 1/2000 hluti af þeirri dönsku, Lesa meira
