Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks
FréttirFyrir 4 klukkutímum
Fréttamiðlar á Bretlandi greina frá verulegri aukningu á tilfellum kláðamaura og má með sanni segja að um faraldur sé að ræða. Um er að ræða örsmáan áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Kvendýrið grefur sig undir húð fólks og verpir þar eggjum sínum sem veldur útbrotum, misalvarlegum eftir einstaklingum, og húðsýkingu. Lesa meira