fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025

Innlent

Steingrímur fundaði með forseta Kína

Steingrímur fundaði með forseta Kína

Eyjan
10.01.2018

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti í dag fund með Xi Jinping, forseta Kína, ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á fundinum lagði Steingrímur áherslu á mikilvægi góðrar samvinnu við Kína, einkum á sviði umhverfisverndar og baráttu gegn hnattrænni hlýnun. Þá vakti hann athygli á þeirri aukningu viðskipta sem orðið hefur milli landanna, ekki síst Lesa meira

Fimm í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum – Aðeins kosið um efsta sætið

Fimm í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum – Aðeins kosið um efsta sætið

Eyjan
10.01.2018

Þá er orðið ljóst hverjir það verða sem keppast um toppsætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í næstkomandi borgarstjórnarkosningum. Frestur til að skila inn framboðum rann út í dag klukkan fjögur. Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi, Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, Eyþór Arnalds, framkvæmdarstjóri, Viðar Guðjohnsen, leigusali og athafnamaður og Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum alþingismaður, munu taka þátt í leiðtogakjörinu. Þetta staðfestir Lesa meira

Helgi Hrafn vill afnema bann gegn heimabruggun – Segir fólk ekki vita að það sé bannað

Helgi Hrafn vill afnema bann gegn heimabruggun – Segir fólk ekki vita að það sé bannað

Eyjan
10.01.2018

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram frumvarp á þingi um breytingu á núgildandi áfengislögum sem banna heimabruggun. Frumvarpið var fyrst lagt fram árið 2015. Í dag varðar refsingin fyrir heimabrugg allt að sex ára fangelsisvist. Helgi vill afnema bannið og leyfa þar með framleiðslu áfengis til einkaneyslu, þar sem lögin séu úrelt. Lesa meira

Landlæknir verður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra eftir starfslok

Landlæknir verður aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra eftir starfslok

Eyjan
10.01.2018

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ráðið Birgi Jakobsson aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Birgir tekur til starfa 1. apríl næstkomandi þegar hann lætur af embætti landlæknis. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Birgir hefur gegnt embætti landlæknis frá 1. janúar 2015. Fyrir þann tíma starfaði hann í Svíþjóð um langt árabil þar sem hann gegndi ýmsum stjórnunarstöðum Lesa meira

Brynjar Níelsson: „Sjálfstæðismenn engir sérstakir málsvarar einstaklingsfrelsis um þessar mundir“

Brynjar Níelsson: „Sjálfstæðismenn engir sérstakir málsvarar einstaklingsfrelsis um þessar mundir“

Eyjan
10.01.2018

Brynjar Níelsson skrifar pistil á Facebook-síðu sína í hádeginu, hvar hann agnúast út í vinstrið fyrir að kenna sig við frjálslyndi, þegar ná þarf til yngri kjósenda. Nefnir hann dæmi um Sósíalistaflokkinn á sjöunda áratugnum, þegar klofningur úr flokknum nefndi sig Samtök frjálslyndra og vinstri manna, en nýlegri dæmi um Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Segir Lesa meira

Landvernd vill línur í jörð á Vestfjörðum – Segja raforkuöryggi tífaldast

Landvernd vill línur í jörð á Vestfjörðum – Segja raforkuöryggi tífaldast

Eyjan
10.01.2018

Meira en tífalda má raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að setja hluta Vesturlínu og fleiri línur á sunnanverðum Vestfjörðum í jörð. Hinsvegar gerir virkjun Hvalár ekkert til að bæta raforkuöryggið þar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. Þetta er meðal niðurstaðna ráðgjafarfyrirtækis á sviði raforkumála sem Landvernd fékk til þess að leita leiða til Lesa meira

Ólafur og Vala gefa ekki kost á sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn – Leiðin greið fyrir Eyþór

Ólafur og Vala gefa ekki kost á sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn – Leiðin greið fyrir Eyþór

Eyjan
10.01.2018

Ólafur Arnarson hagfræðingur, ætlar ekki að bjóða sig fram til borgarstjórnarkosninga í vor, en hann tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni í morgun. Í gær sagðist hann ætla að hugleiða málið eftir fjölda áskorana, en ákvað að gefa ekki kost á sér.         Í samtali við Eyjuna sagðist Ólafur ekki hafa hræðst framboð Lesa meira

Hildur til aðstoðar Þórdísi Kolbrúnu

Hildur til aðstoðar Þórdísi Kolbrúnu

Eyjan
10.01.2018

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ráðið Hildi Sverrisdóttur sem aðstoðarmann sinn. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Hún hefur störf undir lok þessa mánaðar. Þórdís Kolbrún mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Ólafur Teitur Guðnason. Hildur er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi suður. Á síðasta kjörtímabili var hún Lesa meira

Óli Björn gagnrýnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borginni – Kallar eftir skýrri stefnu

Óli Björn gagnrýnir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borginni – Kallar eftir skýrri stefnu

Eyjan
10.01.2018

Það er nokkuð ljóst að kosningabaráttan fyrir sveitastjórnarkosningarnar þann 26.maí er hafin, sérstaklega í baráttunni um borgina, Reykjavík. Mikil umræða um skipulagsmál hefur verið í fjölmiðlum undanfarið, ekki síst varðandi hina umdeildu borgarlínu og hvernig umferð skal háttað næstu áratugi. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Dag B. Eggertsson borgarstjóra, í grein í Morgunblaðinu í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af