fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025

Innlent

Bjarni og Guðni funda

Bjarni og Guðni funda

Eyjan
15.09.2017

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í ljósi þess að stjórn Bjartrar framtíðar og þingflokkur Viðreisnar, samstarfsflokka Sjálfstæðis­flokks­ins í ríkisstjórn, hafa lýst yfir að þessir tveir flokkar styðji ekki lengur það stjórnar­samstarf. Fundurinn verður á Bessastöðum kl. 11:00 að morgni laugar­dagsins 16. september 2017.

Yngsti þingmaður þjóðarinnar vill boða til kosninga: Leyndarhyggjan ótrúleg vanvirðing við þolendur

Yngsti þingmaður þjóðarinnar vill boða til kosninga: Leyndarhyggjan ótrúleg vanvirðing við þolendur

Eyjan
15.09.2017

„Þingmenn sitja á löggjafarþingi í umboði þjóðarinnar. Gjáin milli þings og þjóðar hefur breikkað of mikið. Traustið er allt of rúið. Sú þróun hefur verið raunin síðastliðin ár. Það er hlutverk stjórnmálamanna að snúa við þeirri þróun, en ekki gera illt verra.“ Þetta segir yngsti þingmaður þjóðarinnar, Bjarni Halldór Janusson sem situr á þingi fyrir Lesa meira

Bjarni ætlar að beita sér fyrir því að það verði kosið í nóvember

Bjarni ætlar að beita sér fyrir því að það verði kosið í nóvember

Eyjan
15.09.2017

Bjarni Benediktsson ætlar að boða til kosninga sem fyrst. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Valhöll nú á fimmtatímanum. Hann segist horfa til þess að kosið verði í nóvember. Bjarni hóf ræðu sína með á að ræða uppreista æru en hann segir þau lög algjörlega úr takt við nútíma þjóðfélag. Margir hafa átt um sárt Lesa meira

Þetta gerðist á Brask og brall 15 mínútum eftir að stjórnin féll

Þetta gerðist á Brask og brall 15 mínútum eftir að stjórnin féll

Fókus
15.09.2017

Brask og Brall er ein stærsta íslenska Facebook-síðan. Félagatalið þegar þessi frétt er skrifuð telur 108.478. Á síðunni getur fólk auglýst til sölu hluti sem það vill losna við. Stjórnandi hópsins og stofnandi er Frank Höybye. Frank eyðir nokkrum tímum á dag til að fylgjast með að allt fari vel fram á síðunni. Frank var Lesa meira

Meirihluti þingmanna vill kosningar sem fyrst

Meirihluti þingmanna vill kosningar sem fyrst

Eyjan
15.09.2017

Einhugur er hjá þingflokki Vinstri grænna, Viðreisnar, Framsóknarflokksins og Pírata um að rjúfa þing og boða til kosninga. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar nú í Valhöll um næstu skref, en miðað við vilja meirihluta þingmanna þá stefnir allt í að Bjarni Benediktsson muni fara á fund forseta Íslands í dag eða á næstu dögum og biðjast lausnar. Lesa meira

Jón Baldvin um stjórnarslitin: „Er þetta eitthvað rifrildi í Garðabænum?“

Jón Baldvin um stjórnarslitin: „Er þetta eitthvað rifrildi í Garðabænum?“

Eyjan
15.09.2017

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum farsakennda. En eins og flestir vita sleit stjórn Bjartrar Framtíðar ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn eftir að upp komst að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, skrifaði meðmæli þess að Hjalti Sigurjón Hauksson barnaníðingur fengi upprein æru. „Framhaldið er sápuópera og dellumakarí. Þetta snýst ekkert um Lesa meira

Sjálfstæðisflokkurinn svo baneitraður að enginn getur komið nálægt honum

Sjálfstæðisflokkurinn svo baneitraður að enginn getur komið nálægt honum

Eyjan
15.09.2017

„Yfirhylmingar ráðherra í barnaníðsmáli. Verra getur það vart orðið. Sjálfstæðisflokkurinn er svo baneitraður núna að enginn flokkur getur komið nálægt honum,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri Vesturlands og fv. alþingismaður. Magnús Þór var frambjóðandi Flokks fólksins í kosningunum í fyrra og er líklegur til að verða alþingismaður ef kosið verður fljótlega, miðað við fylgi flokksins Lesa meira

Vísar því til föðurhúsanna að Björt framtíð hafi setið á sér frá því á mánudag

Vísar því til föðurhúsanna að Björt framtíð hafi setið á sér frá því á mánudag

Eyjan
15.09.2017

„Ég hef ekkert nema orð Benedikts Jóhannessonar fyrir því að hann [Óttarr Proppé] hafi vitað þetta á mánudag,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir stjórnarformaður Bjartrar framtíðar í samtali við Eyjuna. Óttarr hefur sagt að hann hafi frétt það í fjölmiðlum að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi sagt Bjarna Benediktssynar forsætisráðherra að faðir Bjarna hafi skrifað undir umsögn fyrir Lesa meira

Sáttmáli barnanna

Sáttmáli barnanna

Eyjan
15.09.2017

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Miklar og heitar umræður hafa orðið hér á landi um stúlkurnar Mary, átta ára, og Haniye, ellefu ára, sem fæddust á flótta en komu hingað til lands ásamt fjölskyldum sínum í von um betra líf. Ákveðið var að senda þær úr landi, en um leið reis öflug mótmælaalda þeim til stuðnings. Aðalatriðið Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af