Björt sendir Sjálfstæðismönnum tóninn: Siðferði og samskiptareglur snúast ekki um lögfræði eða reglur um trúnað
EyjanBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar segir að traustið milli Bjartrar framtíðar til Sjálfstæðisflokksins hafi horfið þegar flokkurinn varð þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gæti stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls sem kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær Lesa meira
Þór Saari vill á þing fyrir Pírata: „Losum okkur við spillt, sjálfhverf og hrunin stjórnmál“
EyjanÞór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem hefst á morgun. Þór segir í fréttatilkynningu að vegna fjölda áskorana innan sem og utan Pírata mun hann sækjast eftir því að komast á þing fyrir Pírata í Suðvesturkjördæmi. Þór gaf kost á sér í prófkjöri Pírata fyrir Lesa meira
Flóttinn frá stjórnarheimilinu
EyjanKolbrún Bergþórsdóttir skrifar: Sennilega var það alltaf einungis spurning um tíma hvenær ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar myndi deyja drottni sínum. Litlu flokkarnir máttu reyna það, sem of margir hafa orðið að þola í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, að stefnumálum þeirra var vikið til hliðar meðan áherslur Sjálfstæðisflokksins voru ráðandi. Ekki nema von að Björt Lesa meira
Ásta: Skipulag miðbæjar
EyjanÁsta S. Stefánsdóttir skrifar um málefni miðbæjarins: Skipulagsferli vegna miðbæjar Selfoss er nú að komast á lokastig. Fresti til að gera athugasemdir lauk í lok ágúst og voru athugasemdir þær sem bárust lagðar fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar sl. miðvikudag. Nefndin fól formanni nefndarinnar, skipulags- og byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að gera drög að Lesa meira
Þorvaldur er bjartsýnn: „Ég veit að okkar stefna á talsverðan hljómgrunn“
Eyjan„Við ætlum að bjóða fram allsstaðar þar sem við getum, við stefnum á að bjóða fram um allt land ef okkur tekst það. Það er ekki alveg fyrirséð vegna þess hve tíminn er stuttur,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar í samtali við Eyjuna. Flokkurinn, sem var stofnaður 2013, bauð fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi Lesa meira
Sigríður braut ekki trúnað með því að segja Bjarna
EyjanSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut ekki reglur um trúnað með því að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hafi skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson til að hann gæti fengið uppreist æru. Samkvæmt heimildum RÚV mun Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hafa sagt þetta á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Lesa meira
Framsóknarflokkurinn boðar ekki til flokksþings fyrir kosningar
EyjanFramsóknarflokkurinn mun ekki boða til flokksþings fyrir kosningar, tíminn sé of knappur til það sé hægt í samræmi við lög flokksins. Þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna. Ákveðið var á fundi miðstjórnar flokksins síðastliðið vor að halda flokksþing í janúar en í kjölfar stjórnarslita og kosninga í lok október fóru Lesa meira
Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“
EyjanRagnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa Lesa meira
Logi kannast ekki við þrýsting: „Ég er ekki að skipta mér af vinnu uppstillinganefnda“
EyjanLogi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að hann hafi heyrt það útundan sér að hann eigi að færa sig um set og bjóða sig fram í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í stað Norðausturkjördæmis, en að enginn innan flokksins hafi komið að máli við sig um það. Vefur Hringbrautar segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Samfylkingarfólk í Lesa meira