Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
FréttirFyrir 3 klukkutímum
Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir eignaspjöll með því að hafa brotið rúðu í lögreglubíl en til þess notaði maðurinn sitt eigið höfuð. Atvikið átti sér stað undir lok ársins 2023. Lögreglubíllinn var kyrrstæður í Hafnarstræti í Reykjavík. Maðurinn skallaði ítrekað hægri hliðarrúðu bílsins, farþegamegin að aftan, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Lesa meira