Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
FréttirSoffía Sigurðardóttir segir öll kurl ekki komin til grafar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sem enn í dag er stærsta og viðamesta sakamál Íslandssögunnar. Málið snerist um hvarf tveggja manna, Guðmundar Einarssonar, 18 ára verkamanns, sem spurðist síðast til í Hafnarfirði 26. janúar 1974, og Geirfinns Einarssonar, 32 ára, sem hvarf 19. nóvember 1974. Mennirnir voru Lesa meira
Geirfinnsmálið er á leiðinni til Lögreglunnar á Suðurnesjum
FréttirGeirfinnsmálið er á leiðinni til Lögreglunnar á Suðurnesjum sem mun væntanlega taka ákvörðun um það hvort rannsókn málsins verði tekin upp aftur eða ekki. Systir höfundar bókarinnar „Leitin að Geirfinni“, Sigurðar Björgvins Sigurðssonar, Soffía Sigurðsdóttir, gaf nýlega skýrslu um upplýsingar í málinu hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Morgunblaðið greinir frá þessu. Soffía gaf sína skýrslu hjá Lesa meira
Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“
FréttirValdimar Olsen, sem sat um tíma að ósekju í gæsluvarðhaldi í Geirfinnsmálinu, skorar á réttarsálfræðinginn Gísla Guðjónsson að segja frá því sem fram fór á fundi hans með sakborningum í Síðumúlafangelsinu á gamlársdag 1976. Valdimar skrifar grein í Morgunblaðið í dag, undir yfirskriftinni Hvað gerði Gísli Guðjónsson fyrir rannsókn Geirfinnsmálsins? þar sem hann viðrar þessa Lesa meira
Útgefandi varpar sprengju um Geirfinnsmálið – Lögreglumenn hafi afvegaleitt rannsóknina af persónulegum ástæðum
FréttirJón Ármann Steinsson, útgefandi bókarinnar „Leitin að Geirfinni“, sem Sigurður Björgvin skrifaði, var í viðtali á Bylgjunni í dag. Þar varpaði hann fram stórum fullyrðingum um framgöngu lögreglu í Keflavík í kjölfar hvarfs Geirfinns Einarssonar. Eins og ítrekað hefur komið fram í fréttum DV telja aðstandendur bókarinnar að Geirfinnur hafi verið ráðinn bani á heimili Lesa meira
Geirfinnsmálið: Haukur telur niðurstöður bókarinnar vera langsóttar – Var sonur Geirfinns heima eða ekki?
Fréttir„Ég get lítið orðið að liði í þessari umræðu og ég hef ekki lesið bókina en mér finnst það mjög langsótt sem þau eru með þarna systkinin,“ segir Haukur Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, en hann kom að rannsókn Geirfinnsmálsins í kjölfar hvarfs Geirfinns Einarssonar í Keflavík þann 19. nóvember árið 1974. „Ég talaði við systur höfundarins, Lesa meira
Þrír hafa stigið fram og vitnað um drápsöskrin kvöldið sem Geirfinnur hvarf – Lögregla kæfði niður sögusagnir af hörku
FréttirÞrír hafa sett sig í samband við útgefanda bókarinnar „Leitin að Geirfinni“ og vitnað um að hafa heyrt gífurleg öskur og læti frá heimili Geirfinns Einarssonar í Keflavík, kvöldið sem hann hvarf, þann 19. nóvember árið 1974. Frá þessu greinir útgefandi bókarinnar, Jón Ármann Steinsson, í viðtali við Bylgjuna í dag. Jón greinir frá því Lesa meira
Leitin að Geirfinni: Fór ekki til fundar við mann í Hafnarbúðinni og „Leirfinnur“ hringdi ekki í hann
FréttirÍ bókinni „Leitin að Geirfinni“ er slegin út af borðinu viðtekin tilgáta um aðdragandann að hvarfi Geirfinns Einarssonar, þriðjudagskvöldið 19. nóvember árið 1974, þess efnis að hann hafi verið að fara til fundar við ókunnan mann í Hafnarbúðinni í Keflavík. Í bókinni er farið hörðum orðum um rannsókn lögreglunnar í Keflavík á hvarfi Geirfinns. Eitt Lesa meira
Telur minnst fjóra hafa verið á vettvangi er Geirfinni var ráðinn bani og miklu fleiri viti sannleikann í málinu
FréttirÍ bókinni „Leitin að Geirfinni“ er rannsóknin á hvarfi Geirfinns Einarssonar, sem lögreglan í Keflavík setti af stað, gagnrýnd mjög harðlega og bent á mótsagnir og alvarlegar veilur í henni. Höfundur bókarinnar, Sigurður Björgvin Sigurðsson, slær út af borðinu þá kenningu lögreglunnar að Geirfinnur hafi verið á leynifundi með ókunnum manni í Hafnarbúðinni kvöldið sem Lesa meira
Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir„Við teljum hann hafa verið viðstaddan þegar Geirfinni var ráðinn bani en við teljum hann ekki hafa verið valdan að dauða Geirfinns,“ segir Sigurður B. Sigurðsson, höfundur bókarinnar „Leitin að Geirfinni“. Vilhjálmur Svanberg Helgason (var ávallt kallaður Svanberg) er 72 ára í dag. Hann átti í ástarsambandi við eiginkonu Geirfinns Einarssonar um það leyti sem Lesa meira
Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennarGeirfinnsmálið hefur legið eins og mara á þjóðinni í hálfa öld en þann 19. nóvember árið 1974 hvarf Geirfinnur Einarsson, vel liðinn og dugmikill fjölskyldufaðir í Keflavík. Þetta kvöld hélt ég upp á 12 ára afmæli mitt. Þrátt fyrir ungan aldur fór málið ekki framhjá mér í fjölmiðlum næstu árin, svo áberandi var það í Lesa meira