Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin
EyjanÁ meðan þessi ríkisstjórn situr eru augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í íslenskum stjórnmálum. Innanflokkserjur urðu dönskum íhaldsmönnum dýrkeyptar á sín um tíma, flokkurinn fór frá því að vera sá stærsti og niður í þrjú prósent. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af innanflokkserjum í sínum flokki. Hann segir nálgun Sjálfstæðisflokksins hafa gagnast allri þjóðinni. Lesa meira
Guðlaugur Þór: Styrkurinn felst í umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum – flokkurinn þarf að bæta jarðsambandið
EyjanSjálfstæðisflokkurinn var áður breiðfylking þar sem rúm var fyrir fjölda fólks með svipuð grunngildi en misjafnar skoðanir á einstökum málum. Flokkurinn hefur misst jarðsambandið og þarf að endurnýja traustið hjá hópum sem áður fylgdu flokknum að málum. Sagt er að flokkurinn tali fyrir hagsmunum þeirra sem vel geta gætt sinna eigin hagsmuna en láti þá Lesa meira
Orðið á götunni: Ríkisstjórnin fær byr í seglin – Sjálfstæðisflokkurinn nötrar í aðdraganda landsfundar
EyjanRíkisstjórnin nýtur stuðnings 70 prósent landsmanna samkvæmt nýrri Gallup könnun þar sem ellefu þúsund voru spurðir og helmingur svaraði. Niðurstaða þessarar könnunar gefur nýrri ríkisstjórn byr undir vængi þrátt fyrir linnulausar árásir á sérstaklega Flokk fólksins. Orðið á götunni er að þegar Samfylkingin, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn bæta aðeins við sig fylgi frá síðustu kosningum samkvæmt Lesa meira
Orðið á götunni: Forysta Sjálfstæðisflokksins flúin af hólmi – stefnir í blóðugan formannsslag milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu
EyjanFráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gerði sér ljóst að hún ætti engan möguleika á að vinna formannskosningar í flokknum. Bakland hennar reyndist vera veikt og hún valdi rétt með því að gefa ekki kost á sér. Bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins renna nú af hólmi samtímis, gefast upp. Margir munu sakna Þórdísar úr Lesa meira
Sigurjón hæðist að Guðlaugi – „Þetta kalla ég að miklast af litlu sem engu“
FréttirSigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýnir Guðlaug Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis og orkumálaráðherra fyrir að „belgja sig út“ fyrir árangur í orkumálum. Segir hann staðreyndirnar tala sínu máli um stöðnun í virkjanamálum hjá síðustu ríkisstjórn. Mappa á borðinu Guðlaugur var í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann þar að saka arftaka Lesa meira
Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
EyjanBjarni Benediktsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn til ósigurs í alþingiskosningunum í lok nóvember. Flokkurinn hlaut minnsta fylgi í nær aldarlangri sögu flokksins. Í kosningunum 2021 fékk flokkurinn 24,4 prósent en í nóvember komu 19,4 prósent upp úr kjörkössunum. Þannig tapaði flokkurinn fimmtungi fylgis síns á einu kjörtímabili. Orðið á götunni er að ekki sé hægt að túlka Lesa meira
Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
EyjanNý valdablokk kann að vera að myndast í Sjálfstæðisflokknum. Hina nýju valdablokk mynda þeir sem vilja tafarlaust bregðast við skelfilegri niðurstöðu flokksins í síðustu kosningum eftir sjö ára setu hans í vinstri stjórn; finna gamla Sjálfstæðisflokkinn, hefja til öndvegis það sem flokkurinn hefur staðið fyrir í tímans rás en ekki það sem flokkurinn hraktist í Lesa meira
Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
EyjanÓhætt er að segja að fátt gleðji forystu og flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Vinstri stjórn Bjarna Benediktssonar með VG og Framsókn galt afhroð í þingkosningum um síðustu mánaðarmót og fylgi flokksins mældist hið minnsta í gervallri sögu flokksins sem spannar nær heila öld. Niðurstaðan, 19,4 prósent, er reiðarslag og fylgið hefur fallið um nær Lesa meira
Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar: Meira um metnað Sigmundar og Miðflokksins í loftslagsmálum
EyjanOft er erfitt að horfast í augu við fortíðina en engu að síður nauðsynlegt. Ég skrifaði grein um daginn til að minna formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, á eigin sögu og framlag til loftslagsmála þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Eitthvað virðist greinin hafa komið við kauninn á Sigmundi þar sem hann svarar mér í netgrein Lesa meira
Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
EyjanGuðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi loftslagsráðherra, virðist aðhyllast þá kenningu að ekki skipti öllu máli hvort eitthvað sé rétt eða rangt, sé það endurtekið nógu oft muni fólk trúa því. Líklega er hann einnig meðvitaður um tilvitnun sem höfð hefur verið eftir mörgum merkum mönnum: „Lygin getur ferðast hálfa leið í kringum heiminn á meðan sannleikurinn Lesa meira