Byrjunarlið Wigan og City – Sane og Bravo byrja
433Wigan tekur á móti Manchester City í enska FA-bikarnum í kvöld klukkan 19:55 og eru byrjunarliðin klár. Wigan leikur í ensku C-deildinni og er öðru sæti deildarinnar með 64 stig, einu stigi á eftir toppliði Shrewsbury. City er sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 72 stig og virðist fátt geta komið í veg fyrir Lesa meira
Þetta er leikmaðurinn sem Guardiola mun aldrei selja frá City
433Pep Guardiola, stjóri Manchester City hrósaði Bernardo Silva, sóknarmanni liðsins í hástert á dögunum. Silva átti ekki fast sæti í byrjunarliði City í upphafi tímabilsins en hann hefur verið að fá meiri spilatíma í fjarveru David Silva. Bernardo Silva kom til félagsins frá Monaco í sumar en City borgaði 43 milljónir punda fyrir leikmanninn. „Þegar Lesa meira
Barton skildi ekkert í því af hverju Mousa Dembele væri ekki í franska landsliðinu
433Joey Barton er reglulegur gestur í morgunþætti Alan Brazil á útvarpsstöðinni TalkSport. Barton er ekki feiminn við að segja sína skoðun á málunum og hefur oftar en ekki reitt menn til reiði með ummælum sínum. Hann skildi ekkert í því af hverju Mousa Dembele, miðjumaður Tottenham væri ekki í franska landsliðinu á dögunum en Dembele Lesa meira
Þetta er sterkasti leikmannahópur sem Jurgen Klopp hefur unnið með
433Jurgen Klopp, stjóri Liverpool segir að núverandi leikmannahópur hans hjá félaginu sé sá sterkasti sem hann hefur unnið með. Klopp sýrði Borussia Dortmund á árunum 2008 til 2015 og vann meðal annars þýsku Bundesliguna með liðið. Þá kom hann liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar en þrátt fyrir það vill hann meina að hann sé með betra Lesa meira
Segir að samstarf Lukaku og Sanchez sé lykillinn að velgengni United
433Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins segir að samstarf Romelu Lukaku og Alexis Sanchez sé lykillinn að velgengni Manchester United. Sanchez gekk til liðs við United í janúarglugganum en hann kom til félagsins í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan. Lukaku og Sanchez náðu afar vel saman í 2-0 sigri liðsins á Huddersfield í enska FA-bikarnum og helgina Lesa meira
Þrettán bestu leikmennirnir sem hafa spilað fyrir bæði Chelsea og Barcelona
433Chelsea tekur á móti Barcelona í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma en mikil eftirvænting ríkir fyrir leiknum enda um stórleik að ræða. Margir frábærir knattspyrnumenn hafa spilað með báðum liðum á ferlinum, þar á meðal Eiður Smári Guðjohnsen. Mirror tók saman skemmtilegan lista yfir Lesa meira
Þetta eru félögin sem Willian dreymir um að spila fyrir
433Willian, sóknarmaður Chelsea var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hann ræddi m.a framtíð sína. Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Manchester United síðan að Jose Mourinho tók við liðinu árið 2016. Chelsea mætir Barcelona í Meistaradeildinni á morgun og viðurkennir sóknarmaðurinn að það væri draumur að spila fyrir Börsunga, einn daginn. „Real Madrid Lesa meira
Spænsk yfirvöld ætla ekki í mál við leikmenn WBA
433Fjórir ónefndir leikmenn WBA komu sér í vandræði á dögunum á Spáni. Liðið var statt í æfingaferð í Barcelona en fjórir leikmenn liðsins ákváðu að stela leigubíl í borginni. Spænsk yfirvöld tóku þá ákvörðun í dag að fara ekki í mál við leikmennina en Alan Pardew, stjóri liðsins var allt annað en sáttur með sína Lesa meira
Sagt að Fellaini sé búinn að semja við nýtt félag til fimm ára
433Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa mikið verið að fjalla um Marouane Fellaini síðustu mánuði og framtíð hans. Samningur Fellaini við United er á enda í sumar og getur hann farið frítt. Fellaini hefur ekki viljað skrifa undir samning við United en félagið hefur ekki viljað hækka laun hans. Nú segir Aksam í Tyrklandi að Fellaini sé Lesa meira
Myndband: Jón Dagur með laglegt mark á Bet365 vellinum
433Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið að spila vel með varaliði Fulham á þessu tímabili. Um helgina skoraði Jón Dagur sitt áttunda mark fyrir varaliðið er það heimsótti Stoke. Leikið var á Bet365 vellinum sem er aðalvöllur Stoke. Þar skraði Jón Dagur laglegt mark með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Markið má sjá hér að neðan. Lesa meira