María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hvernig væri lífið án EES?
EyjanFastir pennarSíðasta vika markaði ákveðin vatnaskil í orðræðu um EES-samninginn á Íslandi þegar leiðtogar stjórnarandstöðunnar öttu kappi í keppnisgreininni dramatískar yfirlýsingar án atrennu. „Evrópusambandið er hnignunarsamband,“ sagði einn. „Setjum allar EES innleiðingar á ís,“ sagði annar. Botninn tók svo úr þegar formaður Sjálfstæðisflokksins, sem eitt sinn var yfirvegaður og stjórntækur stjórnmálaflokkur, líkti Evrópusambandinu við glæpamann. Á Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
EyjanFastir pennarÞað var beinlínis raunalegt að hlýða á fulltrúa minnihlutans á Alþingi tala niður samninginn um evrópskra efnahagssvæðið í vikunni sem er að líða. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði ekki fyrr komist að niðurstöðu sinni – og þó ekki eindreginni – um tollvernd gagnvart íslensku málmblendi en að geltið gall í sölum Alþingis; látum samninginn hiksta, hættum að Lesa meira
Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”
Fréttir„Sú stund gæti nefnilega runnið upp að næst þegar okkur verður haldið utandyra gæti ógnin sem steðjaði að verið mun alvarlegri en sala á kísiljárni,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, í athyglisverðri grein á Vísi. Þar skrifar hún um þá ákvörðun Evrópusambandsins að veita Íslendingum og Norðmönnum ekki undanþágu frá verndartollum vegna kísiljárns. Margrét rifjar Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima?
EyjanFastir pennarSnorri Másson er ungur þingmaður og ný hugmyndafræðileg leiðarstjarna Miðflokksins. Í fyrra mánuði horfði ég á myndband þar sem hann stóð í ræðustól Alþingis og skýrði stefnu flokks síns. Skilaboðin voru einföld: Ríkisstjórnin veitir styrk á fjárlögum til rampagerðar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þeir peningar fara ekki til íslenskra bænda. Ríkisstjórnin er að vinna Lesa meira
Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi
EyjanFastir pennarÍsland starfar náið með ýmsum alþjóðlegum stofnunum. Einna mikilvægast er samstarf Íslands við ESB, en stór hluti af störfum Alþingis og ráðuneyta felst einmitt í að innleiða löggjöf sambandsins um innri markaðinn. Þetta er gert á grundvelli EES-samningsins en með honum var Íslendingum heimiluð þátttaka á þessum markaði sem telur um 450 milljónir manna. Þeir Lesa meira
Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?
EyjanFastir pennarFyrir nokkrum árum kom út bókin Hvað ef? eftir Val Gunnarsson. Í bókinni veltir hann fyrir sér hvað hefði gerst í mannkynssögunni ef til dæmis Róm hefði ekki fallið, Hitler hefði unnið seinni heimsstyrjöldina, Bítlarnir hefðu aldrei verið til og ekkert hrun hefði orðið á Íslandi. Í þessari frumlegu bók er kafað í lykilatburði í mannkynssögunni og skoðað hvernig Lesa meira
María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
EyjanFastir pennarÖll upplifum við hluti á ólíkan hátt. Skynjum aðstæður út frá okkar eigin tilfinningum eða fyrir fram mótuðum skoðunum. Þannig geta tvær manneskjur upplifað nákvæmlega sömu atburði með gjörólíkum hætti. Það þekkjum við úr hversdagslegum samskiptum – og líklega daglega á vettvangi Alþingis Íslendinga. Fyrr í mánuðinum kom Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Lesa meira
Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
EyjanFastir pennarÞað vakti athygli þegar Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti nýlega einföldun á regluverki sem felur í sér að skyldunni til að afla starfsleyfis vegna hollustuhátta og mengunarvarna er létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi. Af þessu tilefni sagði Jóhann að þetta væri afgerandi skref í þágu einfaldara regluverks og sveigjanlegra rekstrarumhverfis fyrir fólk Lesa meira
Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
EyjanFastir pennarÁ ferðum mínum um landið sem leiðsögumaður tek ég eftir því að það er ekki eingöngu saga landsins okkar, jarðfræði og náttúra sem ferðamenn vilja fræðast um heldur einnig við hvað forfeður okkar störfuðu og hvernig þeim tókst að lifa af í þessu harðbýla landi. Einnig er oft spurt um stöðu landsins okkar í dag Lesa meira
Breytingar boðaðar á fæðingarorlofskerfinu í kjölfar dómsmáls
FréttirFélags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur lagt fram í Samráðsgátt drög að frumvarpi til breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Snúast þessar breytingar einkum um að auka orlofsrétt nýbakaðara foreldra sem starfa á vinnumarkaði hérlendis en hafa í aðdraganda fæðingar einkum haft tekjur í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Ljóst er að dómsmál sem fór alla leið Lesa meira
