fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

COVID19

Spá því að allt að 20.000 Svíar látist af völdum COVID-19

Spá því að allt að 20.000 Svíar látist af völdum COVID-19

Pressan
30.04.2020

Á milli 8.000 og 20.000 Svíar geta látist af völdum COVID-19 sjúkdómsins að mati tveggja vísindamanna. Þeir Tom Britton, prófessor í stærðfræði við Stokkhólmsháskóla, og Uno Wennergren, prófessor í fræðilegri líffræði við háskólann í Linköping, hafa báðir reiknað út hversu margir Svíar muni látast af völdum sjúkdómsins. Við útreikninga sína hafði Wennergren meðal annars til Lesa meira

Segja börn látast úr nýjum sjúkdómi – Tengist hugsanlega COVID-19

Segja börn látast úr nýjum sjúkdómi – Tengist hugsanlega COVID-19

Pressan
29.04.2020

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að nokkur bresk börn, sem ekki voru með neina undirliggjandi sjúkdóma, hafi látist af völdum bólgusjúkdóms sem kom upp í tengslum við COVID-19. Sömu sögu er að segja frá Ítalíu, þar hafa börn undir níu ára aldri veikst alvarlega af bólgusjúkdómi í tengslum við COVID-19. Ítalskir og breskir vísindamenn rannsaka Lesa meira

Fleiri Bandaríkjamenn hafa látist af völdum COVID-19 en létust í Víetnamstríðinu

Fleiri Bandaríkjamenn hafa látist af völdum COVID-19 en létust í Víetnamstríðinu

Pressan
29.04.2020

Í gær voru staðfest dauðsföll af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum orðin 58.233 en fyrsta dauðsfallið var skráð 29. febrúar. Þar með hafa fleiri Bandaríkjamenn látist af völdum faraldursins en létust í Víetnamstríðinu á sjöunda og áttunda áratugnum en þar létust 58.220. Á síðustu 18 dögum hefur fjöldi smitaðra í Bandaríkjunum tvöfaldast og er nú komin Lesa meira

Kórónufaraldursþversögnin – Minni mengun og færri dauðsföll

Kórónufaraldursþversögnin – Minni mengun og færri dauðsföll

Pressan
29.04.2020

Flestir fylgjast eflaust með fréttum af COVID-19 faraldrinum og hversu mörgum hann verður bana. En það hefur ekki fengið mikla umfjöllun að faraldurinn hefur í för með sér að færri látast af völdum mengunar. Vegna hinna víðtæku aðgerða sem gripið hefur verið til víða um heim hefur mengun frá umferð minnkað mikið. Þetta kemur fram Lesa meira

Trump segir Bandaríkin rannsaka viðbrögð Kínverja við COVID-19 af alvöru

Trump segir Bandaríkin rannsaka viðbrögð Kínverja við COVID-19 af alvöru

Pressan
28.04.2020

Ríkisstjórn Donald Trump er nú að rannsaka viðbrögð Kínverja við COVID-19 faraldrinum af mikilli alvöru. Þetta sagði Trump á fréttamannafundi í gærkvöldi. Hann sagði að bandarísk stjórnvöld væru ekki ánægð með Kínverja. „Við teljum að það hefði verið hægt að stöðva þetta strax í upphafi. Það hefði verið hægt að stöðva þetta mjög fljótt og Lesa meira

Nýjar tölur frá Svíþjóð sýna áhrif undirliggjandi sjúkdóma á dánartíðni af völdum COVID-19

Nýjar tölur frá Svíþjóð sýna áhrif undirliggjandi sjúkdóma á dánartíðni af völdum COVID-19

Pressan
28.04.2020

Nú hafa rúmlega 2.700 látist af völdum COVID-19 sjúkdómsins í Svíþjóð. Í gær birtu sænsk heilbrigðisyfirvöld lista yfir hvaða undirliggjandi sjúkdómar hrjáðu marga þeirra sem hafa látist af völdum COVID-19. Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að yfirvöld hafi skoðað 1.700 dauðsföll sérstaklega til að fá skýrari mynd af áhættuþáttunum. Tölurnar sýna meðal annars að Lesa meira

Sektir ef fólk heldur ekki fyrir munninn þegar það hnerrar

Sektir ef fólk heldur ekki fyrir munninn þegar það hnerrar

Pressan
27.04.2020

Borgarstjórnin í Peking, höfuðborg Kína, hefur samþykkt nýjar reglur sem eiga að auka hreinlæti borgarbúa á almannafæri. Framvegis getur það orðið fólki dýrt ef það heldur ekki fyrir munninn þegar það hóstar eða hnerrar á almannafæri því heimilt verður að sekta það fyrir brot af þessu tagi. Reglurnar voru samþykktar á föstudaginn. Samkvæmt þeim á Lesa meira

Japanskur borgarstjóri hneykslar með ummælum sínum um COVID-19

Japanskur borgarstjóri hneykslar með ummælum sínum um COVID-19

Pressan
27.04.2020

Ichiro Matsui, borgarstjóri í Osaka, sem er þriðja stærsta borg Japan, hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu eftir ummæli sem hann lét falla í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Á fréttamannafundi sagði hann að snjallt væri ef fólk verslaði aðeins í matinn annan eða þriðja hvern dag og best væri ef karlar færu í verslanir og Lesa meira

„Ég hata þessa veiru. Ég hata að fjölskyldur verði að syrgja í einangrun“

„Ég hata þessa veiru. Ég hata að fjölskyldur verði að syrgja í einangrun“

Pressan
27.04.2020

„Í gærkvöldi hélt ég símanum mínum svo eiginkona gæti rætt við manninn sinn á FaceTime þegar hann lést af völdum COVID. Hún talaði við hann eins og ekkert okkar hinna væri í stofunni og að þau væru að borða afmæliskvöldverð (í næsta mánuði). Hún sagði honum frá öllu því sem hún myndi sakna þegar hann Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af