fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Óli Kri og Lúðvík stýra U-21 árs landsliðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 12:03

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Þróttar. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um þá lét Ólafur Ingi Skúlason af störfum sem þjálfari U21 landsliðs karla í haust sem leið. Lúðvík Gunnarsson, sem gegnt hafði stöðu aðstoðarþjálfara liðsins, stýrði því í síðasta verkefni ársins sem var leikur gegn Lúxemborg í undankeppni EM, og honum til aðstoðar var Ólafur Helgi Kristjánsson. Íslenska liðið vann 3-1 sigur í leiknum og er Ísland nú með átta stig eftir fimm leiki í undankeppninni og situr í fjórða sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Frökkum sem eru efstir.

Næstu leikir liðsins eru í mars 2026 – heimaleikur gegn Eistlandi og útileikur gegn Frakklandi. Undankeppninni lýkur síðan í haust með heimaleikjum gegn Frökkum og Svisslendingum í september og loks útileik gegn Færeyingum í október.

KSÍ hefur nú ákveðið að Lúðvík og Ólafur verði sameiginlega við stjórnvölinn hjá íslenska liðinu út undankeppnina – sem tveir aðalþjálfarar.

Ásamt því að vera aðstoðarþjálfari U21 landsliðs karla er Lúðvík Gunnarsson einnig þjálfari U17 landsliðs karla. KSÍ hefur ákveðið að þar sem verkefni U21 liðsins skarast á við verkefni U17 landsliðs karla í mars þá muni Ómar Ingi Guðmundsson, sem er þjálfari U15 karla og aðstoðarþjálfari U19 karla auk þess að vera yfirmaður hæfileikamótunar, stýra U17 liðinu í fjarveru Lúðvíks í því verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bayern að fara á taugum – Hækka tilboðið en hann skoðar að fara frítt

Bayern að fara á taugum – Hækka tilboðið en hann skoðar að fara frítt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu atvikið – Keane rekinn af velli fyrir að toga í taglið á framherja Úlfanna

Sjáðu atvikið – Keane rekinn af velli fyrir að toga í taglið á framherja Úlfanna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City að afhenda Arsenal titilinn – Tvö rauð hjá Everton og Igor skoraði tvö

City að afhenda Arsenal titilinn – Tvö rauð hjá Everton og Igor skoraði tvö
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Boðið að kaupa spænskan varnarmann sem getur komið frítt í sumar

Boðið að kaupa spænskan varnarmann sem getur komið frítt í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir
433Sport
Í gær

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Í gær

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn