Benjamin Sesko fer ekki vel af stað í búningi Manchester United og á enn eftir að skora eða leggja upp í fimm leikjum.
Slóveninn, sem gekk í raðir United frá RB Leipzig í sumar, byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í gær gegn Manchester City.
Grannaslagnum lauk illa fyrir United, með 3-0 tapi. Þá var tölfræði Sesko ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Framherjinn átti eitt skot á mark og var það afar veikt, auðvelt fyrir Gianluigi Donnarumma í marki City. Þá snerti Sesko boltann aðeins 20 sinnum og það aldrei í vítateig andstæðingsins.
Sesko gæti kostað United yfir 70 milljónir punda þegar allt kemur til alls. Rauðu djölfarnir þurfa að fá hann í gang sem fyrst, enda aðeins með 4 stig eftir fyrstu fjórar umferðir deildarinnar.