fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Þetta er upphæðin sem Danirnir greiða KR – Sigruðu þriggja hesta kapphlaup um Íslendinginn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júlí 2025 11:54

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolding greiðir KR hálfa milljón danskra króna, um 9,5 milljónir íslenskra króna, fyrir Jóhannes Kristinn Bjarnason.

Hjörvar Hafliðason sagði frá því í gær að Jóhannes, sem er lykilmaður hjá KR þrátt fyrir ungan aldur, væri á leið til Kolding, sem spilar í dönsku B-deildinni.

Meira
Sagði bless við félagana í Vesturbænum og heldur til Danmerkur

Danski miðillinn Tipsbladet segir Jóhannes sem fyrr segir kosta 9,5 milljónir, en samningur hans í Vesturbænum átti að renna út eftir leiktíðina. Þá skrifar miðjumaðurinn undir fjögurra ára samning í Danmörku.

Jafnframt kemur fram að Kolding hafi unnið kapphlaupið við norska úrvalsdeildarliðið HamKam og ítalska C-deildarliðið Pro Vercelli, um Jóhannes.

Kolding er með 3 stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins í deildinni. Tekur liðið á móti Köge í næsta leik á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhorfendamet féll á EM

Áhorfendamet féll á EM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið
433Sport
Í gær

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola
433Sport
Í gær

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern