Kolding greiðir KR hálfa milljón danskra króna, um 9,5 milljónir íslenskra króna, fyrir Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Hjörvar Hafliðason sagði frá því í gær að Jóhannes, sem er lykilmaður hjá KR þrátt fyrir ungan aldur, væri á leið til Kolding, sem spilar í dönsku B-deildinni.
Meira
Sagði bless við félagana í Vesturbænum og heldur til Danmerkur
Danski miðillinn Tipsbladet segir Jóhannes sem fyrr segir kosta 9,5 milljónir, en samningur hans í Vesturbænum átti að renna út eftir leiktíðina. Þá skrifar miðjumaðurinn undir fjögurra ára samning í Danmörku.
Jafnframt kemur fram að Kolding hafi unnið kapphlaupið við norska úrvalsdeildarliðið HamKam og ítalska C-deildarliðið Pro Vercelli, um Jóhannes.
Kolding er með 3 stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins í deildinni. Tekur liðið á móti Köge í næsta leik á föstudag.