fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Sport

Valur Páll lýsir lygilegri uppákomu í fluginu til Króatíu – „Svo allt í einu kemur þessi spurning“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Vísis og Stöðvar 2 lentu í heldur betur skemmtilegri uppákomu á leið sinni til Zagreb, þar sem íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar í riðlakeppni HM.

Ísland hefur leik í kvöld gegn Grænhöfðaeyjum en er einnig með Slóveníu og Kúbu í riðli. Starfsmennirnir sem um ræðir lentu einmitt með einum landsliðsmanni síðastnefnda liðsins í flugi á leið til Zagreb.

„Hann fór að sína okkur alls konar klippur. Þetta var bara allur ferillinn sem hann var með þarna,“ rifjar íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Gunnarsson upp í HM í dag á Vísi.

„Hann talaði ekki stakt orð í ensku. Þetta var einhver blanda af táknmáli og Google Translate. Svo allt í einu kemur þessi spurning: Fílið þið vindla eða? Haldiði að hann hafi ekki bara tekið vindla með sér til að selja?“

Henry Birgir Gunnarsson var með Val í þættinum og átti erfitt með að trúa þessu. „Hann var semsagt á leiðinni á HM með vindla í töskunni?“ sagði hann.

„Það urðu viðskipti í þessari flugvél,“ sagði Valur enn fremur um málið, en þáttinn má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu