fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega

433
Miðvikudaginn 10. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reuben Logan, sonur sjónvarpskonunnar og „Match of the Day“ stjórnandans Gabby Logan, hefur opinberað hvernig umræður foreldra hans um kynlíf hafa haft áhrif á hann sem atvinnumaður í rugby.

Reuben, sem gekk til liðs við Sale Sharks frá Northampton Saints í sumar, er sonur fyrrverandi skoska landsliðsmannsins Kenny Logan.

Kenny greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2022 og gekkst undir árangursríka meðferð og aðgerð. Í bataferlinu ræddu hann og Gabby opinberlega um áhrif krabbameinsins á líf þeirra,  meðal annars kynlífið  í hlaðvarpi Gabby, The Mid Point.

Þar kom fram að um 76% karla upplifa getuleysi eftir slíkar aðgerðir, samkvæmt rannsóknum. Þau hjónin vonuðust til að umræðan gæti hjálpað öðrum í svipaðri stöðu.

Sonurinn með foreldrum sínum.

En Reuben viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að takast á við þetta í nýju starfi. „Ég sagði hreint út. Getið þið vinsamlegast hætt þessu?,“ sagði Reuben við The Telegraph.

„Ég man eftir því að í ræktinni hjá Saints var hlaðvarpið þeirra spilað í hálfan æfingatímann. Þetta var bara þriðji mánuðurinn minn í félaginu.“

Gabby sagði sjálf á síðasta ári að sonur þeirra hefði átt erfitt með að hlusta á ákveðin atriði úr þáttunum, sérstaklega þegar hún greindi frá því að eiginmaður hennar væri „enn fullkomlega virkur“ eftir aðgerðina.

„Hann sagði við mig: Mamma, geturðu vinsamlegast hætt að tala um kynlífið ykkar? Núna fer ég í vinnuna og þeir spila brot úr viðtölunum í búningsklefanum. Það væri virkilega hjálplegt ef þú gætir bara þagað um stund,“ sagði Gabby.

Hún bætti svo við: „Reuben, þátturinn í næstu viku… hann fjallar reyndar um þetta. Við tölum reyndar ekki bara um kynlífið mitt, skal ég taka fram,“ sagði hún og hló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley