fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Sport

Daninn vinsæli hrósar Íslandi og vekur athygli á magnaðri staðreynd – „Virðing“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum danski handboltamaðurinn og nú spekingurinn Rasmus Boysen hrósaði íslenska landsliðinu í hástert í kjölfar sigursins á Slóvenum í gær.

Ísland vann afar öruggan 23-18 sigur og tryggði sér sigur í riðli sínum. Þar með fara Strákarnir okkar með 4 stig inn í milliriðil, sem gæti reynst dýrmætt upp á að komast í 8-liða úrslit.

„Þetta er lægsti fjöldi marka sem Slóvenar hafa skorað á stórmóti síðan í riðlakeppni EM gegn Þýskalandi 1996,“ vakti Boysen, sem er með tugi þúsunda fylgjenda á X, athygli á í gærkvöldi. Á hann þar við 25-16 tap Slóvena.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og varði 18 skot.

„Virðing á íslensku vörnina og Hallgrímsson í markinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur riðilinn sinn á HM síðan 2011,“ skrifaði Boysen enn fremur.

Íslandi mætir Egyptalandi í fyrsta leik milliriðilsins á miðvikudag. Liðið mætir svo Króötum á föstudag og Argentínumönnum á sunnudag. Efstu tvö milliriðilsins, sem telur sex lið, fara áfram í 8-liða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill fá sex leikmenn til Liverpool

Vill fá sex leikmenn til Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli – Barcelona í kjörstöðu

Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli – Barcelona í kjörstöðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að vinna Everton

England: Arsenal mistókst að vinna Everton
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met

Fengu á sig fyrsta markið í 25. sinn á tímabilinu og bættu met
433Sport
Í gær

Skiptar skoðanir og mismunandi svör við krefjandi spurningum – „Margir sem þurfa að hysja upp um sig“

Skiptar skoðanir og mismunandi svör við krefjandi spurningum – „Margir sem þurfa að hysja upp um sig“
433Sport
Í gær

Spá fyrir Bestu deildina – 3. sæti: „Ef menn þjappa sig ekki saman og mæta trítilóðir eiga þeir ekki að vera í keppnisíþróttum“

Spá fyrir Bestu deildina – 3. sæti: „Ef menn þjappa sig ekki saman og mæta trítilóðir eiga þeir ekki að vera í keppnisíþróttum“
433Sport
Í gær

Spá fyrir Bestu deildina – 5. og 6. sæti: Efri hluti en engin Evrópa hjá Vesturbæjarstórveldinu

Spá fyrir Bestu deildina – 5. og 6. sæti: Efri hluti en engin Evrópa hjá Vesturbæjarstórveldinu
433Sport
Í gær

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“