fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Sport

Daninn vinsæli hrósar Íslandi og vekur athygli á magnaðri staðreynd – „Virðing“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum danski handboltamaðurinn og nú spekingurinn Rasmus Boysen hrósaði íslenska landsliðinu í hástert í kjölfar sigursins á Slóvenum í gær.

Ísland vann afar öruggan 23-18 sigur og tryggði sér sigur í riðli sínum. Þar með fara Strákarnir okkar með 4 stig inn í milliriðil, sem gæti reynst dýrmætt upp á að komast í 8-liða úrslit.

„Þetta er lægsti fjöldi marka sem Slóvenar hafa skorað á stórmóti síðan í riðlakeppni EM gegn Þýskalandi 1996,“ vakti Boysen, sem er með tugi þúsunda fylgjenda á X, athygli á í gærkvöldi. Á hann þar við 25-16 tap Slóvena.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og varði 18 skot.

„Virðing á íslensku vörnina og Hallgrímsson í markinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur riðilinn sinn á HM síðan 2011,“ skrifaði Boysen enn fremur.

Íslandi mætir Egyptalandi í fyrsta leik milliriðilsins á miðvikudag. Liðið mætir svo Króötum á föstudag og Argentínumönnum á sunnudag. Efstu tvö milliriðilsins, sem telur sex lið, fara áfram í 8-liða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist