Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns, en ríkissaksóknari hefur lag fyrir héraðssaksóknara að ákæra hann fyrir nauðgun. Héraðssaksóknari hafði áður fellt málið gegn Alberti niður en meintur þolandi Alberts kærði þá niðurstöðu til ríkissaksóknari sem tók áðurnefnda ákvörðun.
RÚV greinir frá því að að Vilhjálmur hafi svarað fyrirspurn erlendrar íþróttasíðu um mál Alberts. Vilhjálmur segir ekkert nýtt hafa gerst í málinu. „Þetta er hluti af málsmeðferðinni sem við þekkjum nú þegar. Við berum fullt traust til dómskerfisins,“ segir hann. Hann segir ennfremur: „Albert er saklaus“.