Það eru engar líkur á að Barcelona ætli að semja endanlega við fyrrum undrabarnið Joao Felix í sumar.
Marca fullyrðir þessar fregnir en Felix hefur spilað með Barcelona í láni frá Atletico Madrid í vetur.
Felix hefur staðið sig nokkuð vel og hefur tekið beinan þátt í 12 mörkum en Atletico vill 80 milljónir evra fyrir leikmanninn.
Barcelona hefur einfaldlega ekki efni á að borga það verð fyrir Portúgalann og mun hann snúa aftur til höfuðborgarinnar eftir tímabilið.
Felix virðist þó ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Atletico og er möguleiki á að annað félagið leggi fram risatilboð í kjölfarið.
Felix hefur sjálfur greint frá því að hann vilji mikið spila áfram með Börsungum en því miður fyrir hann er fjárhagsstaða félagsins alls ekki góð.